Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2014 00:01 Kortleggja svæðið - Hér sést björgunarsveitarfólk að störfum við leit að konu sem hvarf í Fljótshlíð um síðustu helgi. Litlar vísbendingar eru um hvar hún gæti verið. VÍSIR/VILHELM „Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira