Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2014 00:01 Kortleggja svæðið - Hér sést björgunarsveitarfólk að störfum við leit að konu sem hvarf í Fljótshlíð um síðustu helgi. Litlar vísbendingar eru um hvar hún gæti verið. VÍSIR/VILHELM „Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“ Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
„Ef við erum ekki búin að finna neitt eftir tólf tíma fer að læðast um mann vond tilfinning,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. „Níutíu prósentum leita lýkur á innan við sex til átta tímum en ef aðgerðarloturnar eru kannski orðnar þrjár eða fjórar þá fer hugurinn að plaga mann. Í sjálfu sér ber síðan alltaf að taka ákvörðun, fyrr eða síðar, um að hætta leit. Það er samt bara gert ef við teljum okkur hafa fullklárað allar forsendur sem liggja fyrir við leitina.“Þorsteinn Þorkelsson Björgunarsveitarmaður til þrjátíu ára. Fréttablaðið/ValliTækni björgunarsveitanna hefur fleytt fram á síðastliðnum árum og nú heyrir það sögunni til að leitarsvæði sé stækkað umfram það sem eðlilegt getur talist. „Við reynum að vera mjög fræðileg í þessu og erum að nota rannsóknir, meðal annars að utan, um hversu langt ákveðnir hópar fólks geta farið. Það er það sem stjórnar því hversu stórt leitarsvæðið er. Ef við værum alltaf að stækka leitarsvæðin eins og var gert í gamla daga þá gætum við endað með því að leita um allt landið,“ segir Þorsteinn. „Þegar við hefjum leitaraðgerð búum við til svipmyndir. Ókei, hér er týnd manneskja, hvað gæti hún hafa gert? Gæti hún hafa farið í einhverja ákveðna átt? Eru einhverjar vísbendingar?“ Eftir þrjátíu ár í starfi hefur Þorsteinn margoft komið að leit. Hann segir að í heildina beri kannski tíunda hver leit ekki árangur. Sjóslys og tilvik þar sem fólk gengur sjálft í sjóinn skekki þó tölurnar. „Leit að fólki á landi, sem hefur ekki farið í sjóinn heldur bara gufar upp, er sjaldgæfari. Ég myndi segja að á þriggja ára fresti kæmi upp dæmi þar sem umfangsmikil leit á landi skilar ekki árangri.“ Erfið leit getur tekið á andlegu hliðina. Þorsteinn nefnir sérstaklega leit að rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði árið 2008 sem og leit að tveimur drengjum í Keflavík árið 1994. „Það eru þessi tvö skipti sem eru mér efst í huga og hafa haft mest áhrif á mig.“
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira