Sykurlaus í 14 daga - áskorun 10. júní 2014 12:00 Júlía hefur sagt sykurpúkanum stríð á hendur og vill fá fleiri í lið með sér en hún skorar á fólk að taka hvítan sykur út úr mataræðinu. VÍSIR/GVA Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira