Sykurlaus í 14 daga - áskorun 10. júní 2014 12:00 Júlía hefur sagt sykurpúkanum stríð á hendur og vill fá fleiri í lið með sér en hún skorar á fólk að taka hvítan sykur út úr mataræðinu. VÍSIR/GVA Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira