Neitað um gögn og hótar að stefna kaþólsku kirkjunni Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. júní 2014 07:00 Bürcher biskup hefur fengið ítrekuð erindi frá lögmanni fórnarlambs úr Landakotsskóla. Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmálinu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landakotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun október í fyrra er ósk um afrit ítrekuð.Guðrún Björg Birigisdóttir lögmaður.Fréttablaðið/AndriVanræksla með athafnaleysi Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhafast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrúnar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni.Margar ítrekanir til Bürchers biskups Guðrún hefur mörgum sinnum ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafnframt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveðið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns.Landakotskirkja.Ekki önnur leið í stöðunni „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðlileg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða meðferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu.Fagráð kaþólsku kirkjunnar skipað 2012 Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermánaðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust sautján kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmálinu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landakotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun október í fyrra er ósk um afrit ítrekuð.Guðrún Björg Birigisdóttir lögmaður.Fréttablaðið/AndriVanræksla með athafnaleysi Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhafast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrúnar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni.Margar ítrekanir til Bürchers biskups Guðrún hefur mörgum sinnum ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafnframt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveðið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns.Landakotskirkja.Ekki önnur leið í stöðunni „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðlileg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða meðferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu.Fagráð kaþólsku kirkjunnar skipað 2012 Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermánaðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust sautján kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira