Innlent

Tíu sækja um í Dómkirkjunni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frestur til að sækja um embætti dómkirkjuprests rann út í maílok.
Frestur til að sækja um embætti dómkirkjuprests rann út í maílok. Fréttablaðið/Vilhelm
Tíu umsækjendur eru um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, að því er fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar.

Umsækjendur í starfið eru:

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir

Cand. theol. Davíð Þór Jónsson

Cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir

Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson

Séra Gunnar Jóhannesson

Séra Halldór Reynisson

Séra Karl V. Matthíasson

Séra Kristján Björnsson

Séra María Ágústsdóttir

Séra Sveinn Valgeirsson

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar.

„Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,“ segir í frétt Þjóðkirkjunnar.

Skipað er í embætti frá 1. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×