Úthlutun til höfunda helmingi minni í ár Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Barnabækur eru mest lánaðar auk bóka mikilsvirtra þýðenda. fréttablaðið/gva Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Rithöfundar og aðrir sem rétt eiga á úthlutun úr bókasafnssjóði vegna afnota verka þeirra á bókasöfnum fá í ár 17,85 krónur fyrir hvert útlán. Í fyrra var úthlutun fyrir hvert útlán 36,90 krónur. Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir króna frá ríkinu til úthlutunar en í fyrra var upphæðin 42,6 milljónir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega 700 þúsund krónur og fá tveir um það bil þá upphæð. Um 380 manns fá undir 100 þúsundum króna en um 40 fá yfir 100 þúsund krónur, þar af fá einungis ellefu höfundar hærra en 200 þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega engir peningar sem höfundar eru að fá fyrir lán á verkum sínum. Þeim finnst sárgrætilegt að kastað sé í sjóðinn eftir hendinni. Þetta fer eftir ákvörðunum fjárveitingavaldsins á hverju ári. Sænskir höfundar eru með samningsrétt og hitta ríkisvaldið á hverju ári til að semja um upphæðina. Flestir sem fá einhverjar bókasafnsgreislur hafa einhverja samningsstöðu en það höfum við ekki,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og ritari úthlutunarnefndar greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum.Ragnheiður Tryggvadóttir.Hún segir að úthlutunin í fyrra hafi verið gleðileg. „Þá spýttu menn í með fjárfestingaáætlun en svo var hún tekin af okkur og 1,1 milljón króna í viðbót. Þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1998 voru 17,3 milljónir í honum. Þá sagði í áliti nefndar um sjóðinn að stefna bæri að því að hann yrði 90 milljónir á nokkrum árum og var þá miðað við nágrannalöndin.“ Sjóðurinn er svokallaður deilitölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um 800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í fyrra fengu 603 úthlutun eða tæplega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt lögum er lágmarksgreiðsla þrjú þúsund krónur og hækkar hún samkvæmt framfærsluvísitölu. „Lágmarksgreiðslan í ár er 4.437 kónur. Það eru yfirleitt um 200 höfundar sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru kannski bara með eina bók.“ Ragnheiður segir að það séu bækur barnabókahöfunda og bækur mikilsvirtra þýðenda sem mest séu lánaðar á bókasöfnum. „En það eru ekki þeir sem fá samtals mestu starfslaunin. Barnabókahöfundar fá til dæmis mjög sjaldan heilt ár úr launasjóði og þeir fá helmingi minna en „fullorðinshöfundar“ fyrir bókina sína þar sem barnabækur eru seldar á helmingi lægra verði. Ef það væru alvörutölur í þessum sjóðum gætu barnabókahöfundar verið að fá þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“ Framkvæmdastjórinn getur þess að á fundi með menntamálaráðherra í vikunni hafi verið ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að skoða hvort hægt sé að setja inn í lög hvernig ákvarða eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira