ESB slitatillagan þvælist fyrir þinglokum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 11:00 Stjórnarandstaðan segir ekki koma til greina að semja um þinglok nema sátt takist um afdrif ESB-slitatillögu utanríkisráðherra. vísir/gva Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi segir ekki til umræðu að semja um þinglok nema ljóst sé hver örlög þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum við ESB verða. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að tillagan verði dregin til baka en það vilji framsóknarmenn ekki. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að staðan varðandi þinglok sé enn fremur óljós. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, hefur sagt að það sé ekki raunhæfur möguleiki að klára umfjöllun um tillöguna fyrir áætlað þinghlé 16. maí. „Menn eru að vinna sig í átt að ákveðinni niðurstöðu og svo verður að koma í ljós hvort það tekst,“ segir Birgir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að ef það eigi að semja um þinglok verði að leggja slitatillöguna til hliðar á yfirstandandi þingi. „Það verður svo að ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að málinu,“ segir Árni Páll. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hans flokkur sé ekki mikið fyrir að tefja mál. Hann segir ESB-málið þó það stórt og umdeilt að það væri rugl að taka það út úr nefndinni. „Slit á viðræðum við ESB eru algerlega út í hött og um það fjallar tillagan. Það er því rétt að svæfa hana í utanríkismálanefnd. Við verðum að fá loforð fyrir því að tillagan verði ekki borin fram aftur í haust,“ segir Guðmundur. Hann segir að það eigi að nota sumarið til að ná sáttum um málið, það sé vel hægt, til dæmis á grundvelli þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að það verði að ná sátt um afdrif tillögunnar og málsmeðferð ef það eigi að semja um þinglok. Í herbúðum VG minna menn á að flokkurinn hafi lagt fram þingsályktunartillögu til sátta í málinu. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir það rétt að ekki verði samið um þinglok nema endanlegar lyktir fáist í ESB-málið. Hún segir að að hennar mati eigi utanríkismálanefnd þingsins að halda áfram umfjöllun um þingsályktunartillöguna í sumar og vinna úr þeim umsögnum sem borist hafa.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira