Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Andri Ólafsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp störfum vegna málsins. Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira