Úrslitin í Morfís ráðast 11. apríl 2014 09:00 Lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði er hér í góðum gír. Úrslitin í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld í Háskólabíói en þar mætast Menntaskólinn við Sund og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. Í úrslitunum er umræðuefnið „Vopnaður friður?“. MS er með og Flensborg er á móti. Fréttablaðið skellti símtali á liðsstjóra beggja liða til að kanna hvernig stemningin væri fyrir úrslitunum. „Við erum í úrslitum annað árið í röð og höfum trú á okkur en vanmetum þó ekki andstæðinginn,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson, liðsstjóri Flensborgarskóla, spurður um stemninguna fyrir úrslitunum. „Okkur þykir það alls ekkert stressandi að Flensborg hafi farið í úrslitin á síðasta ári því við höfum þrisvar farið í úrslit á síðustu fimm árum. Við vitum að þetta eru krakkar sem kunna að keppa í Morfís og erum mjög spennt,“ segir Arnar Snær Magnússon, liðsstjóri MS, um stemninguna fyrir úrslitunum.Lið Menntaskólans við Sund í miklu stuði.Hvað ætla liðin að gera á úrslitadeginum? „Ræðumennirnir fara í sund en ég verð nú bara slakur heima, annars er ekkert sérstakt planað,“ segir Aron Kristján. „Við förum yfir gömlu, góðu rútínuna og hittumst upp úr hádegi. Við ætlum að borðum saman og eyðum deginum saman til að koma okkur í rétta gírinn,“ segir Arnar Snær. Báðir liðsstjórarnir segja að stemningin sé mögnuð í skólunum vegna keppninnar og gera ráð fyrir góðri mætingu en ætla liðsmennirnir ekki að gera eitthvað flippað ef liðið vinnur Morfís, eins og að fá sér tattú? „Ég held við munum bara fagna vel og vandlega. Ég geri ekki ráð fyrir því að fólk fái sér tattú en það gæti þó alveg verið að Katrín stuðningsmaður taki tattúið á sig,“ segir Aron Kristján hress og kátur. „Það er ekkert planað hjá okkur ef við vinnum. Hins vegar gæti alveg verið að það fái sér einhver tattú ef við vinnum,“ segir Arnar Snær.Flensborgarliðið sigraði MK, FB og MA á leið sinni í úrslitin.Liðsstjóri: Aron Kristján SigurjónssonFrummælandi: Jón Gunnar Vopnfjörð IngólfssonMeðmælandi: Magni SigurðssonStuðningsmaður: Katrín Ósk ÁsgeirsdóttirLið MS sigraði ME, FS, ML og Verzló á leið sinni í úrslitin.Liðsstjóri: Arnar Snær MagnússonFrummælandi: Telma Sif ReynisdóttirMeðmælandi: Elísa Líf IngvarsdóttirStuðningsmaður: Sædís Ýr Jónasdóttir Úrslitin fara fram í Háskólabíói í kvöld og hefjast klukkan 20.00. Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Úrslitin í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna fer fram í kvöld í Háskólabíói en þar mætast Menntaskólinn við Sund og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. Í úrslitunum er umræðuefnið „Vopnaður friður?“. MS er með og Flensborg er á móti. Fréttablaðið skellti símtali á liðsstjóra beggja liða til að kanna hvernig stemningin væri fyrir úrslitunum. „Við erum í úrslitum annað árið í röð og höfum trú á okkur en vanmetum þó ekki andstæðinginn,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson, liðsstjóri Flensborgarskóla, spurður um stemninguna fyrir úrslitunum. „Okkur þykir það alls ekkert stressandi að Flensborg hafi farið í úrslitin á síðasta ári því við höfum þrisvar farið í úrslit á síðustu fimm árum. Við vitum að þetta eru krakkar sem kunna að keppa í Morfís og erum mjög spennt,“ segir Arnar Snær Magnússon, liðsstjóri MS, um stemninguna fyrir úrslitunum.Lið Menntaskólans við Sund í miklu stuði.Hvað ætla liðin að gera á úrslitadeginum? „Ræðumennirnir fara í sund en ég verð nú bara slakur heima, annars er ekkert sérstakt planað,“ segir Aron Kristján. „Við förum yfir gömlu, góðu rútínuna og hittumst upp úr hádegi. Við ætlum að borðum saman og eyðum deginum saman til að koma okkur í rétta gírinn,“ segir Arnar Snær. Báðir liðsstjórarnir segja að stemningin sé mögnuð í skólunum vegna keppninnar og gera ráð fyrir góðri mætingu en ætla liðsmennirnir ekki að gera eitthvað flippað ef liðið vinnur Morfís, eins og að fá sér tattú? „Ég held við munum bara fagna vel og vandlega. Ég geri ekki ráð fyrir því að fólk fái sér tattú en það gæti þó alveg verið að Katrín stuðningsmaður taki tattúið á sig,“ segir Aron Kristján hress og kátur. „Það er ekkert planað hjá okkur ef við vinnum. Hins vegar gæti alveg verið að það fái sér einhver tattú ef við vinnum,“ segir Arnar Snær.Flensborgarliðið sigraði MK, FB og MA á leið sinni í úrslitin.Liðsstjóri: Aron Kristján SigurjónssonFrummælandi: Jón Gunnar Vopnfjörð IngólfssonMeðmælandi: Magni SigurðssonStuðningsmaður: Katrín Ósk ÁsgeirsdóttirLið MS sigraði ME, FS, ML og Verzló á leið sinni í úrslitin.Liðsstjóri: Arnar Snær MagnússonFrummælandi: Telma Sif ReynisdóttirMeðmælandi: Elísa Líf IngvarsdóttirStuðningsmaður: Sædís Ýr Jónasdóttir Úrslitin fara fram í Háskólabíói í kvöld og hefjast klukkan 20.00.
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira