Prestar gera góða hluti í QuizUp Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:00 Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, eru fróðir þegar kemur að spurningum úr Biblíunni. Vísir/Valli „Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli. Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli.
Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira