Prestar gera góða hluti í QuizUp Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:00 Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, eru fróðir þegar kemur að spurningum úr Biblíunni. Vísir/Valli „Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira