Prestar gera góða hluti í QuizUp Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:00 Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, eru fróðir þegar kemur að spurningum úr Biblíunni. Vísir/Valli „Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
„Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira