Innlent

Ekki veitir af kauphækkun kennara

Bjarki Ármannsson skrifar
Ráðherra tekur undir áhyggjur af því að verkfall skelli á.
Ráðherra tekur undir áhyggjur af því að verkfall skelli á. Vísir/GVA
Til eru leiðir til að gera skólastarfið nútímalegra og um leið skapa svigrúm fyrir aukna kauphækkun til kennara, sem ekki veitir af. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur þingmanns í gær.

Katrín spurði Illuga hvort hann teldi kennara hafa setið eftir í launaþróun og lýsti yfir áhyggjum af því að til verkfalls framhaldsskólakennara gæti komið í næstu viku, sem Illugi tók undir.


Tengdar fréttir

Framhaldsskólanemar uggandi um sinn hag

Verkfallsboðun framhaldsskólakennara var samþykkt í dag. Til stendur að verkfallið hefjist sautjánda mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Framhaldsskólanemar eru uggandi um sinn hag.

Verkfallsboðun samþykkt

Mikill meirihluti félagsmanna í báðum skólum samþykkti boðun verkfalls 17. mars næstkomandi hafi samkomulag um nýja kjarasamninga ekki tekist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×