Innlent

Verkfallsboðun samþykkt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Verkfallsboðun hefur verið samþykkt í Tækniskólanum og Menntaskóla Borgarfjarðar.

Talningu atkvæða í atkvæðagreiðslu félagsmanna Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum í Tækniskólanum og Menntaskóla Borgarfjarðar er lokið.

Mikill meirihluti félagsmanna í báðum skólum samþykkti boðun verkfalls 17. mars næstkomandi hafi samkomulag um nýja kjarasamninga ekki tekist.

Í Tækniskólanum greiddu 167 manns atkvæði sögðu 82,3% þeirra já og 16,3% þeirra sögðu nei.

Í Menntaskóla Borgarfjarðar voru 13 manns á kjörskrá og sögðu 75% þeirra já og 25% þeirra sögðu nei.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×