Borgarstjóri Osló: "Viljum ekki að hefðin leggist af“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. apríl 2014 17:12 Fabian Stang segir Oslóarbúa ekki vilja að hefðin leggist af. Vísir/Valli/AFP Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló. Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló.
Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06