Einar Ágúst snýr aftur í Skítamóral Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2014 09:00 Hljómsveitin Skítamórall snýr aftur. Sveitin er nú fullskipuð og ætlar sér stóra hluti á árinu. fréttablaðið/stefán „Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira