ESB virðist halda opnu fyrir Ísland Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. mars 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí 2013. visir/epa Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta. Í viðtali við fréttastofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hafi komið á óvart að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum og hafi sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samningaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Jose Manue Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barroso að sambandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin á frekari tafar,“ sagði Barroso þá.Heimildir blaðsins meðal embættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barroso að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar á þessu ári er bent á að skoðanakannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknarríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Þingið kveðst í ályktun sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrirséðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþinginu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðarmanna, harma stefnu nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hafi ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveldara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópu, var til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóðina, kjósi hún að hefja aðildarviðræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslendingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füle til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokkurn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn fullviss að við getum komist að niðurstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hafnar því að ESB þrýsti á um að ríkisstjórn Íslands ákveði hvort hún vilji halda áfram aðildarviðræðum eða slíta. Í viðtali við fréttastofu RÚV í gær sagði hann fordæmi fyrir því að aðildarumsóknir væru settar á bið um ótiltekinn tíma, líkt og í dæmi Möltu. Aldrei væri þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Brinkmann sagði að í tilfelli Íslands hafi komið á óvart að hlé hafi verið gert á aðildarviðræðunum og hafi sambandið viljað fá skýrari línur um ýmis atriði í samningaviðræðunum. Á fundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra með Jose Manue Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um miðjan júlí í fyrra kom fram í máli Barroso að sambandið biði svara um næstu skref frá Íslandi. „Klukkan tifar og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ákvörðun verði tekin á frekari tafar,“ sagði Barroso þá.Heimildir blaðsins meðal embættismanna Evrópusambandsins herma að oflestur væri að draga þá ályktun af orðum Barroso að Ísland ætti að gera í snatri upp við sig hvort landið vildi halda viðræðum áfram. Fremur hafi verið um að ræða beiðni um skýrari línur varðandi næstu skref, enda nokkuð undir og hópar starfsfólks sem skipað hafi verið til verka í tengslum við aðildarumsókn Íslands. Því þyrfti að skýrast hvað væri fram undan. Hlé á viðræðum gæti vel verið einn af þeim kostum. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins áréttaði Brinkmann að ákvörðun um hvað gerðist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins væri algerlega Íslands. „Evrópusambandið verður tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkennir hvaða ákvörðun sem Ísland kann að taka,“ segir hann. Í ályktun Evrópuþingsins frá því í byrjun janúar á þessu ári er bent á að skoðanakannanir á Íslandi bendi til þess að meirihluti landsmanna vilji ljúka aðildarviðræðunum og að Ísland haldi stöðu sinni sem umsóknarríki. Beðið sé ákvörðunar þingsins um hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna. Þingið kveðst í ályktun sinni líka vonast til þess að slík atkvæðagreiðsla fari fram í fyrirséðri framtíð. Í umræðum um framvinduskýrslu vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið á Evrópuþinginu 15. janúar síðastliðinn kvaðst Göran Färm, fulltrúi jafnaðarmanna, harma stefnu nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi, en áréttaði um leið mikilvægi þess að virða stefnu íslenskra stjórnvalda. Hann kvað mikilvægt að skilja svo við að ljóst væri að Evrópusambandið hafi ekki skellt hurðinni á Ísland, heldur væri reiðubúið að halda viðræðum áfram. „Sem ætti raunar að vera auðveldara núna eftir að ESB hefur fengið endurbætta fiskveiðistjórnarstefnu,“ sagði hann. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópu, var til svars í þinginu. „Við ættum að halda dyrum opnum fyrir ríkisstjórn Íslands og íslensku þjóðina, kjósi hún að hefja aðildarviðræður á ný,“ sagði hann. „Liggi á einhverjum tíma fyrir ákvörðun um að halda áfram leiðina í átt að aðild að Evrópusambandinu, þá ættum við að vera reiðubúin að hjálpa Íslendingum í þeirri vegferð.“ Skilaboð Füle til þingsins voru nokkurn veginn samhljóða ræðu sem hann flutti fyrir utanríkismálanefnd Evrópuþingsins 16. október í fyrra. „Við höfum ekki, af okkar hálfu, horfið frá ferlinu. Hvenær sem er, og ef Ísland óskar þess nokkurn tíma, er framkvæmdastjórnin reiðubúin að halda áfram vinnu við aðildarviðræðurnar, sem þegar eru langt komnar. Og ég er þess enn fullviss að við getum komist að niðurstöðu sem er jákvæð og hagfelld öllum hlutaðeigandi,“ sagði Füle þá.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira