Fríar ferðir milli safna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Bryndís Pjetursdóttir segir mörg söfn verða með dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna á Safnanótt. mYND/Roman Gerasymenko Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum. Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum.
Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira