Fríar ferðir milli safna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Bryndís Pjetursdóttir segir mörg söfn verða með dagskrá bæði fyrir börn og fullorðna á Safnanótt. mYND/Roman Gerasymenko Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum. Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ljósmyndir og ljóðaslamm, skjalasýning og skuggalegur ratleikur eru meðal þeirra 160 viðburða sem á dagskrá eru á Safnanótt annað kvöld milli klukkan 19 og miðnættis í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Pjetursdóttir, markaðsstjóri Höfuðborgarstofu, segir mikinn metnað hjá söfnunum að setja saman fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Erfitt er fyrir Bryndísi að velja einstaka viðburði, þó nefnir hún að Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi verði með sýninguna Dans á eftir sem fjallar um danshefð Íslendinga fram undir miðja síðustu öld. „Þar skapa Reynir Sigurðsson og félagar stríðsárastemningu,“ lofar hún. „Mörg söfn eru með dagskrá bæði fyrir fullorðna og börn, þar á meðal Þjóðminjasafnið, til dæmis verða þar lesnar álfasögur í Silfurhelli.“Húsafell Ásgríms nefnist sýning í Ásgrímssafni á Bergstaðastræti 74.Vísinda-Villi verður með fróðleik og léttar tilraunir í Bókasafni Seltjarnarness, kvöldvaka verður á baðstofuloftinu í Árbæ, í Norræna húsinu meðhöndlar Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndbandsmiðilinn eins og tónlist og breytir húsinu í eitt allsherjar listaverk. Á Gljúfrasteini leikur mosfellska hljómsveitin Kaleo og á Bókasafni Hafnarfjarðar verða dægurlög í sparibúningi. Þess má geta að í safninu er líka köngulóarkompa og þar eru einungis notuð vasaljós til að rata um. Söngfjelagið Góðir er með opna æfingu á íslenskum lögum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg sem gestum býðst að taka þátt í og Kór Sjómannaskólans syngur vel valin lög á Sjóminjasafninu Víkinni.Bryndís tekur fram að Safnanæturstrætó gangi frítt milli safna þannig að fólk geti lagt bílunum og bendir líka á að dagskrá Safnanætur sé öll á vefnum.
Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira