Fallið frá því að byggja við Áslandsskóla Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2014 14:35 Áslandsskóli í Hafnarfirði verður ekki stækkaður. visir/VILHELM Undanfarnar vikur hafa húsnæðismál Áslandsskóla verið til sérstakrar skoðunar þar sem áherslan hefur verið lögð á að finna lausn til frambúðar. Á fundi fræðsluráðs í morgun fór bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson yfir málið og kynnti tillögu þar sem lagt verður til við bæjarstjórn að fallið verði frá því að byggja við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þess í stað verði fjárfest í innra starfi skólans sem um leið taki forystu í innleiðingu upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. „Tillagan sem lögð var fram í morgun gerir ráð fyrir því að bekkjardeildum verði fækkað í einum árgangi, úr þremur bekkjum í tvo – það er hægt að gera án þess að farið sé yfir viðmið um stærð bekkja. Einnig mun skólinn taka forystu í notkun upplýsingatækni í kennslunni. Munu kennarar og nemendur í 5. – 10. bekk fá afhentar spjaldtölvur og hefðbundin tölvustofa verður nýtt til almennrar kennslu. Þetta gerir það að verkum að ekki þarf að fara í dýrar framkvæmdir vegna húsnæðis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs. Tillagan sem samþykkt var að vísa til bæjarstjórnar:„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hætt verði við viðbyggingu Áslandsskóla sem áætlanir gerðu ráð fyrir að myndu kosta allt að 600-700 milljónir króna. Þess í stað verði fjárfest í innra starfi skólans sem taki forystu í innleiðingu upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. Það verði m.a. gert með því að spjaldtölvuvæða alla 5. - 10. bekki og auka stöðugildi í tölvuumsjón um 50% frá 1. janúar næstkomandi. Með þessu verður tölvustofa tekin undir almenna kennslu. Samhliða verði gerðar breytingar á niðurröðun í bekkjardeildir þannig að húsnæði Áslandsskóla ásamt lausum kennslustofum, sem nú eru við skólann, hýsi alla nemendur skólans með góðu móti án stækkunar.“ „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og mikilvægt að hún er tekin í sátt og í samstöðu með skólastjórnendum. Ekki síst er það ánægjulegt að við höfum með þessu tækifæri til að fjárfesta í fólki, í nemendum og kennurum í stað steinsteypu,“ segir Rósa. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa húsnæðismál Áslandsskóla verið til sérstakrar skoðunar þar sem áherslan hefur verið lögð á að finna lausn til frambúðar. Á fundi fræðsluráðs í morgun fór bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson yfir málið og kynnti tillögu þar sem lagt verður til við bæjarstjórn að fallið verði frá því að byggja við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Þess í stað verði fjárfest í innra starfi skólans sem um leið taki forystu í innleiðingu upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. „Tillagan sem lögð var fram í morgun gerir ráð fyrir því að bekkjardeildum verði fækkað í einum árgangi, úr þremur bekkjum í tvo – það er hægt að gera án þess að farið sé yfir viðmið um stærð bekkja. Einnig mun skólinn taka forystu í notkun upplýsingatækni í kennslunni. Munu kennarar og nemendur í 5. – 10. bekk fá afhentar spjaldtölvur og hefðbundin tölvustofa verður nýtt til almennrar kennslu. Þetta gerir það að verkum að ekki þarf að fara í dýrar framkvæmdir vegna húsnæðis,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs. Tillagan sem samþykkt var að vísa til bæjarstjórnar:„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hætt verði við viðbyggingu Áslandsskóla sem áætlanir gerðu ráð fyrir að myndu kosta allt að 600-700 milljónir króna. Þess í stað verði fjárfest í innra starfi skólans sem taki forystu í innleiðingu upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. Það verði m.a. gert með því að spjaldtölvuvæða alla 5. - 10. bekki og auka stöðugildi í tölvuumsjón um 50% frá 1. janúar næstkomandi. Með þessu verður tölvustofa tekin undir almenna kennslu. Samhliða verði gerðar breytingar á niðurröðun í bekkjardeildir þannig að húsnæði Áslandsskóla ásamt lausum kennslustofum, sem nú eru við skólann, hýsi alla nemendur skólans með góðu móti án stækkunar.“ „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og mikilvægt að hún er tekin í sátt og í samstöðu með skólastjórnendum. Ekki síst er það ánægjulegt að við höfum með þessu tækifæri til að fjárfesta í fólki, í nemendum og kennurum í stað steinsteypu,“ segir Rósa.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira