Segir Bretland standa frammi fyrir mikilli ógn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 23:55 Theresa May. vísir/ap Breska öryggis- og leyniþjónustan hefur náð að koma í veg fyrir fjörutíu tilraunir til hryðjuverka frá árinu 2005. Um er að ræða byssuárásir á götum úti, tilraun til þess að sprengja upp kauphöllina í London, árásir á flugvélar og tilraunir til að myrða breskan sendiherra og breska hermenn.Þetta kom fram í erindi Theresu May innanríkisráðherra Bretlands í dag þegar hún kynnti fyrirhugaðar breytingar á breskri hryðjuverkalöggjöf. Theresa segir Bretland ef til vill standa frammi fyrir meiri ógn en nokkru sinni fyrr og fjölbreyttari. Það stafi meðal annars af aukinni þróun íslömsku samtakanna IS sem virkað hafi hvetjandi á öfgamenn í röðum Breta. Þá sagði ráðherrann að 733 handtökur hafi verið framkvæmdar frá því í maí 2010 er varða varnir gegn hryðjuverkum. Þar af hafi 138 verið dæmdir í fangelsi og 13 framseldir til annarra landa. Hún sagði að með nýjum hryðjuverkalögum yrði bundinn endi á lausnargjöld til hryðjuverkahópa meðal annars með því að banna breskum tryggingarfyrirtækjum að greiða lausnargjöldin, sem hingað til hefur verið leyft. Með nýrri löggjöf munu lögregluyfirvöld öðlast heimild til þess að banna breskum ríkisborgurum að snúa aftur til Bretlands séu þeir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi erlendis. Þá fá háskólar heimild til þess að banna þeim sem grunaðir eru að halda fyrirlestra og sérstökum aðferðum verður beitt á öfgamenn í fangelsi. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Breska öryggis- og leyniþjónustan hefur náð að koma í veg fyrir fjörutíu tilraunir til hryðjuverka frá árinu 2005. Um er að ræða byssuárásir á götum úti, tilraun til þess að sprengja upp kauphöllina í London, árásir á flugvélar og tilraunir til að myrða breskan sendiherra og breska hermenn.Þetta kom fram í erindi Theresu May innanríkisráðherra Bretlands í dag þegar hún kynnti fyrirhugaðar breytingar á breskri hryðjuverkalöggjöf. Theresa segir Bretland ef til vill standa frammi fyrir meiri ógn en nokkru sinni fyrr og fjölbreyttari. Það stafi meðal annars af aukinni þróun íslömsku samtakanna IS sem virkað hafi hvetjandi á öfgamenn í röðum Breta. Þá sagði ráðherrann að 733 handtökur hafi verið framkvæmdar frá því í maí 2010 er varða varnir gegn hryðjuverkum. Þar af hafi 138 verið dæmdir í fangelsi og 13 framseldir til annarra landa. Hún sagði að með nýjum hryðjuverkalögum yrði bundinn endi á lausnargjöld til hryðjuverkahópa meðal annars með því að banna breskum tryggingarfyrirtækjum að greiða lausnargjöldin, sem hingað til hefur verið leyft. Með nýrri löggjöf munu lögregluyfirvöld öðlast heimild til þess að banna breskum ríkisborgurum að snúa aftur til Bretlands séu þeir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi erlendis. Þá fá háskólar heimild til þess að banna þeim sem grunaðir eru að halda fyrirlestra og sérstökum aðferðum verður beitt á öfgamenn í fangelsi.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira