Átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu Bjarki Ármannsson skrifar 24. nóvember 2014 19:22 Karlmaður á Akureyri var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað ráðist gegn sambýliskonu sinni. Vísir/Pjetur/Getty Karlmaður á Akureyri var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi við Héraðsdóm Norðurlands eystra á dögunum fyrir að hafa ráðist gegn sambýliskonu sinni, niðurlægt hana og haft af henni fé á tímabilinu nóvember 2011 til febrúar 2013. Ríkissaksóknari höfðaði málið í janúar síðastliðnum. Maðurinn var sakfelldur í einum ákærulið sem sneri að ofbeldi gegn konunni en sýknaður í þremur öðrum. Var honum gert í einum þeirra ákæruliða að hafa ráðist gegn konunni, slegið hana, tekið hana hálstaki og sett hné í kvið hennar. Þegar sú árás átti að hafa átt sér stað, var konan komin rúmlega fimm mánuði á leið með barn þeirra tveggja. Manninum er einnig gert að sök að hafa tvisvar millifært fjármuni í gegnum heimabanka konunnar af bankareikningi hennar inn á eigin bankareikning án hennar heimildar. Hann hafi haft upplýsingar um aðgangsorð og leyninúmer sambýliskonu sinnar. Í fyrra skiptið hafi hann millifært á sig 60.000 krónur, tveimur dögum síðar hafi hann millifært 119.000 krónur. Maðurinn var sýknaður í ákæruliðnum sem sneri að fyrra skiptinu en sakfelldur í þeim síðari. Konan segir sambúðina í fyrstu hafa gengið vel en þau síðar farið að rífast og „kýtingur“ verið milli þeirra. Maðurinn hafi á þessum tíma drukkið mikið og verið ofbeldisfullur með áfengi. Hann hafi sífellt lítillækkað hana, kallað hana „heimska“ og sagt að hún væri „sori og viðbjóður.“ Maðurinn sagði fyrir dómi sér ekki finnast það andlegt ofbeldi þegar tveir deili. Hann hafi raunar hallmælt móður sambýliskonu sinnar, því þau eigi ekki skap saman, en að konan hafi sömuleiðis „rakkað fjölskyldu hans niður.“ Maðurinn á að baki langan sakaferil fyrir utan áðurnefnd brot. Í júní 2012 hlaut hann tvo dóma fyrir brot gegn umferðarlögum og var sviptur ökuréttindum ævilangt. Í nýjasta dómnum kemur fram að hann hefur farið í meðferð vegna áfengisvanda síns. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Karlmaður á Akureyri var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi við Héraðsdóm Norðurlands eystra á dögunum fyrir að hafa ráðist gegn sambýliskonu sinni, niðurlægt hana og haft af henni fé á tímabilinu nóvember 2011 til febrúar 2013. Ríkissaksóknari höfðaði málið í janúar síðastliðnum. Maðurinn var sakfelldur í einum ákærulið sem sneri að ofbeldi gegn konunni en sýknaður í þremur öðrum. Var honum gert í einum þeirra ákæruliða að hafa ráðist gegn konunni, slegið hana, tekið hana hálstaki og sett hné í kvið hennar. Þegar sú árás átti að hafa átt sér stað, var konan komin rúmlega fimm mánuði á leið með barn þeirra tveggja. Manninum er einnig gert að sök að hafa tvisvar millifært fjármuni í gegnum heimabanka konunnar af bankareikningi hennar inn á eigin bankareikning án hennar heimildar. Hann hafi haft upplýsingar um aðgangsorð og leyninúmer sambýliskonu sinnar. Í fyrra skiptið hafi hann millifært á sig 60.000 krónur, tveimur dögum síðar hafi hann millifært 119.000 krónur. Maðurinn var sýknaður í ákæruliðnum sem sneri að fyrra skiptinu en sakfelldur í þeim síðari. Konan segir sambúðina í fyrstu hafa gengið vel en þau síðar farið að rífast og „kýtingur“ verið milli þeirra. Maðurinn hafi á þessum tíma drukkið mikið og verið ofbeldisfullur með áfengi. Hann hafi sífellt lítillækkað hana, kallað hana „heimska“ og sagt að hún væri „sori og viðbjóður.“ Maðurinn sagði fyrir dómi sér ekki finnast það andlegt ofbeldi þegar tveir deili. Hann hafi raunar hallmælt móður sambýliskonu sinnar, því þau eigi ekki skap saman, en að konan hafi sömuleiðis „rakkað fjölskyldu hans niður.“ Maðurinn á að baki langan sakaferil fyrir utan áðurnefnd brot. Í júní 2012 hlaut hann tvo dóma fyrir brot gegn umferðarlögum og var sviptur ökuréttindum ævilangt. Í nýjasta dómnum kemur fram að hann hefur farið í meðferð vegna áfengisvanda síns.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira