Vellirnir að koma misvel undan vetri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Það er enn nokkur klaki á Fylkisvellinum. vísir/pjetur Nú eru innan við tveir mánuðir í að flauta eigi til leiks í Pepsi-deildinni með pomp og prakt. Fyrstu leikir eiga að fara fram 4. maí. Fréttablaðið hefur í vikunni tekið púlsinn á vallarstjórum og forráðamönnum félaganna í efstu deild karla og spurt út í ástandið á völlunum. Er óhætt að segja að það sé misgott. Stjarnan er eðlilega ekki í þessari úttekt þar sem liðið spilar á gervigrasi og það hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum. Á meðan það snjóaði varla í Eyjum hafa önnur lið í deildinni þurft að glíma við mikinn klaka á grasinu síðustu mánuði. Sú glíma hefur verið erfið. Vellirnir út á landi eru að koma best undan vetrinum en bæði á Akureyri og í Keflavík eru vellirnir í flottu standi. Kópavogsvöllur virðist vera einn verst farinn en þar hefur mikið dautt gras komið í ljós. Kalskemmdir eru á fleiri völlum og skemmdirnar munu koma í ljós á næstu vikum. Allir eru sammála um að ef vellirnir eiga að vera í lagi í maí þá þarf apríl að vera mjög mildur og góð úrkoma myndi heldur ekki skemma fyrir. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ef veðrið verður okkur ekki hliðhollt í apríl þá verður aldrei spilað í deildinni þann 4. maí,“ sagði einn viðmælenda Fréttablaðsins. Ef Veðurguðinn skiptir ekki í lið vallarstjóra í næsta mánuði er hætt við því að eitthvað þurfi að endurskoða fyrirkomulagið í upphafi deildarinnar. Hér að neðan má sjá nýjar myndir af völlunum og ummli frá félögunum um vellina. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Nú eru innan við tveir mánuðir í að flauta eigi til leiks í Pepsi-deildinni með pomp og prakt. Fyrstu leikir eiga að fara fram 4. maí. Fréttablaðið hefur í vikunni tekið púlsinn á vallarstjórum og forráðamönnum félaganna í efstu deild karla og spurt út í ástandið á völlunum. Er óhætt að segja að það sé misgott. Stjarnan er eðlilega ekki í þessari úttekt þar sem liðið spilar á gervigrasi og það hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum. Á meðan það snjóaði varla í Eyjum hafa önnur lið í deildinni þurft að glíma við mikinn klaka á grasinu síðustu mánuði. Sú glíma hefur verið erfið. Vellirnir út á landi eru að koma best undan vetrinum en bæði á Akureyri og í Keflavík eru vellirnir í flottu standi. Kópavogsvöllur virðist vera einn verst farinn en þar hefur mikið dautt gras komið í ljós. Kalskemmdir eru á fleiri völlum og skemmdirnar munu koma í ljós á næstu vikum. Allir eru sammála um að ef vellirnir eiga að vera í lagi í maí þá þarf apríl að vera mjög mildur og góð úrkoma myndi heldur ekki skemma fyrir. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ef veðrið verður okkur ekki hliðhollt í apríl þá verður aldrei spilað í deildinni þann 4. maí,“ sagði einn viðmælenda Fréttablaðsins. Ef Veðurguðinn skiptir ekki í lið vallarstjóra í næsta mánuði er hætt við því að eitthvað þurfi að endurskoða fyrirkomulagið í upphafi deildarinnar. Hér að neðan má sjá nýjar myndir af völlunum og ummli frá félögunum um vellina.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira