Stendur við orð sín um að Steingrímur hafi sagt ósatt Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 19:36 Utanríkisráðherra segir Steingrím ekki hafa sagt satt á þinginu árið 2009. Vísir/Stefán/Vilhelm „Ég hef ekki skap til þess að láta þennan Gunnar Braga Sveinsson halda bara uppteknum hætti og bera á mig rangar ávirðingar. Ég væri lítill skapmaður ef ég tæki það ekki þunglega. Þetta er með alvarlegi ásökunum sem hægt er að bera á ráðherra að hann segi þinginu vísvitandi ósatt," sagði Steingrímur J. Sigfússon í Speglinum í dag í tilefni þess að Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað þá skoðun sína að hann teljir hann hafa sagt ósatt um Icesave málið sumarið 2009. Steingrímur segist alla tíð hafa vandað sig að segja satt og rétt frá. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur við orð sín um að hann telji að Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt Alþingi ósatt um samningagerðina í Icesave málinu. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú,“ sagði utanríkisráðherra á Alþingi í gær undir ræðu Steingríms J. Sigfússonar. Gunnar Bragi baðst síðan afsökunar á þessum ummælum sínum. „Virðulegi forseti, mér þykir miður ef ég hef vegið nærri þingmanninum Steingrím J. Sigfússyni,“sagði utanríkisráðherra.Segir Steingrím hafa logið að þingheim sumarið 2009 Steingrímur var meðal annars fjármálaráðherra í seinustu ríkisstjórn og bar ábyrgð á Icesave málinu, þar með talið samningagerð við Breta og Hollendinga. Í Speglinum í dag sagði utanríkisráðherra þegar hann var beðinn að útskýra hvers vegna hann hefði sakað Steingrím um lygar: „Það var þannig sumarið 2009 þegar við vorum að fjalla um Icesave samninginn. Þá var þáverandi fjármálaráðherra spurður um það hvort samningur væri á leiðinni. Því var svarað neitandi,“ sagði Gunnar Bragi. „Einum eða tveimur dögum síðar kom síðan fullbúinn samningur upp á mörghundruð blaðsíður inn í þingið. Það sáu allir að sá samningur var ekki tilbúinn á tveimur dögum. Þetta hefur hinsvegar oft komið fram í þinginu að við teljum mörg að ekki hafi verið sagt alveg satt og rétt frá á þessum dögum. Það er það sem ég átti við,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Ýjar að meiðyrðamáli í garð utanríkisráðherra Í þættinum var Steingrím J. Sigfússyni boðið að tjá sig um þessar ásakanir utanríkisráðherra. „Nei, það var ég ekki að gera og hef margsvarað fyrir það,“ sagði Steingrímur. „Það er auðvitað athyglisvert að utanríkisráðherra haldi sig að einhverju leyti við þessar ásakanir og gerir það núna utan þings sem gefur mér færi á að skoða stöðu mína,“ bætti Steingrímur við. Steingrímur segir að svar sitt um að enginn samningur væri í augsýn hafa verið í samræmi við bestu vitneskju hans á þeim tíma þegar hann gaf svarið. „Það sem gerðist þarna var eifnaldlega það að ég sagði satt og rétt frá í þinginu miðað við nýjustu upplýsingar sem ég hafði frá samninganefndinni, að það væri ekkert að gerast nema óformlegar þreifingar og lítið að miða,“ segir Steingrímur. „Undir kvöld eða um nóttina daginn eftir þá hinsvegar kemur nýtt útspil frá viðsemjendunum þar sem þeir koma langt til móts við kröfur íslands um lægri vexti, um að íslend verði tekið út af hryðjuverkalistanum og fleiri kröfur sem að hafði strandað á þannig að það komst skyndilega hreyfing á viðræðurnar vegna þess að það kom nýtt ústpik, nýtt tilboð,“ bætti Steingrímur við.Upplýsingarnar í samræmi við bestu vitneskju hans á þeim tíma „Og Alþingi var gerð grein fyrir því einum til tveimur dögum síðar. Þannig að ég svaraði samkvæmt minni bestu vitneskju beint frá samninganefndinni sem ég hafði samband við nokkrum klukkutímum áður en ég gaf þetta svar,“ sagði Steingrímur. Steingrímur er myrkur í máli í garð ummæla Gunnars Braga: „Það er eins ósátt og ómaklegt og getur verið að bera þetta svona á mig og ég hef sem betur fer fjölda vitna um að atburðarásin var nákvæmlega svona, það er að segja alla íslensku samninganefndina og þá sem voru að vinna með henni.“ „Nú bað ráðherra mig afsökunar í gær og leit svo á að hann væri að draga aftur sín ummæli,“ segir Steingrímur en segist í ljósi þess sem síðar hafi komið fram ætla að „ráðfæra mig kannski við góða menn. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Ég hef ekki skap til þess að láta þennan Gunnar Braga Sveinsson halda bara uppteknum hætti og bera á mig rangar ávirðingar. Ég væri lítill skapmaður ef ég tæki það ekki þunglega. Þetta er með alvarlegi ásökunum sem hægt er að bera á ráðherra að hann segi þinginu vísvitandi ósatt," sagði Steingrímur J. Sigfússon í Speglinum í dag í tilefni þess að Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað þá skoðun sína að hann teljir hann hafa sagt ósatt um Icesave málið sumarið 2009. Steingrímur segist alla tíð hafa vandað sig að segja satt og rétt frá. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur við orð sín um að hann telji að Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt Alþingi ósatt um samningagerðina í Icesave málinu. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú,“ sagði utanríkisráðherra á Alþingi í gær undir ræðu Steingríms J. Sigfússonar. Gunnar Bragi baðst síðan afsökunar á þessum ummælum sínum. „Virðulegi forseti, mér þykir miður ef ég hef vegið nærri þingmanninum Steingrím J. Sigfússyni,“sagði utanríkisráðherra.Segir Steingrím hafa logið að þingheim sumarið 2009 Steingrímur var meðal annars fjármálaráðherra í seinustu ríkisstjórn og bar ábyrgð á Icesave málinu, þar með talið samningagerð við Breta og Hollendinga. Í Speglinum í dag sagði utanríkisráðherra þegar hann var beðinn að útskýra hvers vegna hann hefði sakað Steingrím um lygar: „Það var þannig sumarið 2009 þegar við vorum að fjalla um Icesave samninginn. Þá var þáverandi fjármálaráðherra spurður um það hvort samningur væri á leiðinni. Því var svarað neitandi,“ sagði Gunnar Bragi. „Einum eða tveimur dögum síðar kom síðan fullbúinn samningur upp á mörghundruð blaðsíður inn í þingið. Það sáu allir að sá samningur var ekki tilbúinn á tveimur dögum. Þetta hefur hinsvegar oft komið fram í þinginu að við teljum mörg að ekki hafi verið sagt alveg satt og rétt frá á þessum dögum. Það er það sem ég átti við,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Ýjar að meiðyrðamáli í garð utanríkisráðherra Í þættinum var Steingrím J. Sigfússyni boðið að tjá sig um þessar ásakanir utanríkisráðherra. „Nei, það var ég ekki að gera og hef margsvarað fyrir það,“ sagði Steingrímur. „Það er auðvitað athyglisvert að utanríkisráðherra haldi sig að einhverju leyti við þessar ásakanir og gerir það núna utan þings sem gefur mér færi á að skoða stöðu mína,“ bætti Steingrímur við. Steingrímur segir að svar sitt um að enginn samningur væri í augsýn hafa verið í samræmi við bestu vitneskju hans á þeim tíma þegar hann gaf svarið. „Það sem gerðist þarna var eifnaldlega það að ég sagði satt og rétt frá í þinginu miðað við nýjustu upplýsingar sem ég hafði frá samninganefndinni, að það væri ekkert að gerast nema óformlegar þreifingar og lítið að miða,“ segir Steingrímur. „Undir kvöld eða um nóttina daginn eftir þá hinsvegar kemur nýtt útspil frá viðsemjendunum þar sem þeir koma langt til móts við kröfur íslands um lægri vexti, um að íslend verði tekið út af hryðjuverkalistanum og fleiri kröfur sem að hafði strandað á þannig að það komst skyndilega hreyfing á viðræðurnar vegna þess að það kom nýtt ústpik, nýtt tilboð,“ bætti Steingrímur við.Upplýsingarnar í samræmi við bestu vitneskju hans á þeim tíma „Og Alþingi var gerð grein fyrir því einum til tveimur dögum síðar. Þannig að ég svaraði samkvæmt minni bestu vitneskju beint frá samninganefndinni sem ég hafði samband við nokkrum klukkutímum áður en ég gaf þetta svar,“ sagði Steingrímur. Steingrímur er myrkur í máli í garð ummæla Gunnars Braga: „Það er eins ósátt og ómaklegt og getur verið að bera þetta svona á mig og ég hef sem betur fer fjölda vitna um að atburðarásin var nákvæmlega svona, það er að segja alla íslensku samninganefndina og þá sem voru að vinna með henni.“ „Nú bað ráðherra mig afsökunar í gær og leit svo á að hann væri að draga aftur sín ummæli,“ segir Steingrímur en segist í ljósi þess sem síðar hafi komið fram ætla að „ráðfæra mig kannski við góða menn.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira