Söfnun Hildar Lilliendahl fyrir utanferð sinni til Malmö á kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum í júní hefur borið tilætlaðan árangur. Hún er búin að bóka flugmiðann, en söfnunin fór fram með hópfjármögnun í gegnum síðuna Indiegogo. Hildur setti sér það markmið að safna um 125 þúsund krónum, og hún er nú þegar búin að safna tæplega 120 þúsund krónum.
Í skiptum fyrir styrki býður Hildur upp á að tagga fólk á Facebook, senda því handskrifað póstkort frá Malmö, eða kaupa gjöf handa því ásamt handskrifuðu póstkorti. Fyrir þúsund evrur heimsækir Hildur bakhjarla, lagar kaffi og bakar brauð.
Hildur safnar fyrir ráðstefnuferð
Ugla Egilsdóttir skrifar
