Litlar líkur á að fá smitaða einstaklinga inn í landið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 20:16 Grunur lék á því í dag að maður í Danmörku væri smitaður af ebólu-veirunni. Mikill viðbúnaður var í Kaupmannahöfn vegna þessa en þau gleðilegu tíðindi bárust svo síðdegis að maðurinn er ekki með veiruna. Kjartan Hreinn Njálsson ræddi við Harald Briem sóttvarnalækni um ebólu og viðbrögð við útbreiðslu sjúkdómsins. Haraldur, það var mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn í dag. Þessi viðbúnaður og ótti gefur kannski ákveðna mynd af ástandinu á heimsvísu eða hvað? „Já, ég hygg að það sé ótvírætt að það geri það en ég tel að þetta sé eitthvað sem allar þjóðir þurfa að búast við núna.“ Við höfum séð það núna að Icelandair og Flugfélag Íslands hafa aukið viðbúnað um borð í sínum vélum, Landspítali er í óðaönn að skipuleggja sig. Hvernig metur þú framhaldið út frá Íslandi séð? „Það sem að þú nefnir, þetta er partur af áætlun hjá okkur um að vera viðbúin og við erum náttúrulega að gera ráð fyrir því að það séu mjög litlar líkur á því að við fáum svona smitaða einstaklinga en við verðum að gera ráð fyrir því að það gerist.“ Þannig að við þurfum að skipuleggja okkur fyrir það versta en vona það besta? „Já, það má segja það.“ Svona í þínu starfi og í gegnum árin, manst þú eftir öðru slíku tilfelli eða ástandi. Þetta er út um allt í fréttum, það eru fjölmargir dánir, hvernig er fyrir mann sem hefur áralanga reynslu af þessu að horfa á þetta? „Þetta er mjög sérstakt. Þetta kemur tiltölulega snöggt, fólk deyr á skömmum tíma og það er mjög há dánartíðni. Hins vegar höfum við auðvitað gengið í gegnum svona, eins og alnæmisfaraldurinn á sínum tíma. Hann var auðvitað með nánast 100% dánartíðni en það tók nú ekki lengri tíma. Það var svona ástand sem að minnir svolítið á þetta. Maður er orðinn svo gamall að maður man þetta en við áttum líka við bráðalungnabólguna sem var hérna 2003, það var svona ástand þá. Svo var auðvitað heimsfaraldur inflúensu sem að var ekkert erfitt að eiga við heldur.“ Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Grunur lék á því í dag að maður í Danmörku væri smitaður af ebólu-veirunni. Mikill viðbúnaður var í Kaupmannahöfn vegna þessa en þau gleðilegu tíðindi bárust svo síðdegis að maðurinn er ekki með veiruna. Kjartan Hreinn Njálsson ræddi við Harald Briem sóttvarnalækni um ebólu og viðbrögð við útbreiðslu sjúkdómsins. Haraldur, það var mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn í dag. Þessi viðbúnaður og ótti gefur kannski ákveðna mynd af ástandinu á heimsvísu eða hvað? „Já, ég hygg að það sé ótvírætt að það geri það en ég tel að þetta sé eitthvað sem allar þjóðir þurfa að búast við núna.“ Við höfum séð það núna að Icelandair og Flugfélag Íslands hafa aukið viðbúnað um borð í sínum vélum, Landspítali er í óðaönn að skipuleggja sig. Hvernig metur þú framhaldið út frá Íslandi séð? „Það sem að þú nefnir, þetta er partur af áætlun hjá okkur um að vera viðbúin og við erum náttúrulega að gera ráð fyrir því að það séu mjög litlar líkur á því að við fáum svona smitaða einstaklinga en við verðum að gera ráð fyrir því að það gerist.“ Þannig að við þurfum að skipuleggja okkur fyrir það versta en vona það besta? „Já, það má segja það.“ Svona í þínu starfi og í gegnum árin, manst þú eftir öðru slíku tilfelli eða ástandi. Þetta er út um allt í fréttum, það eru fjölmargir dánir, hvernig er fyrir mann sem hefur áralanga reynslu af þessu að horfa á þetta? „Þetta er mjög sérstakt. Þetta kemur tiltölulega snöggt, fólk deyr á skömmum tíma og það er mjög há dánartíðni. Hins vegar höfum við auðvitað gengið í gegnum svona, eins og alnæmisfaraldurinn á sínum tíma. Hann var auðvitað með nánast 100% dánartíðni en það tók nú ekki lengri tíma. Það var svona ástand sem að minnir svolítið á þetta. Maður er orðinn svo gamall að maður man þetta en við áttum líka við bráðalungnabólguna sem var hérna 2003, það var svona ástand þá. Svo var auðvitað heimsfaraldur inflúensu sem að var ekkert erfitt að eiga við heldur.“
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira