Umgengni skelfilegri en orð fá lýst Svavar Hávarðsson skrifar 16. október 2014 07:00 Óþefurinn hér innandyra verður ekki fangaður, en myndin talar sínu máli. Saur og þvag um allt og allt brotið sem brjóta má. Allar myndir/Ingólfur Bruun Umgengni ferðamanna í skálum Ferðafélags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, segir að þrátt fyrir skýrar reglur um umgengni, sem komið er á framfæri við ferðamenn, verði ekki lengur við unað. „Umgengnin er, satt best að segja, til háborinnar skammar. Það er rusl og óhreint leirtau á öllum borðum, og á gólfum. Óþefurinn er mikill og enginn virðist taka til eftir sig, fólk einfaldlega bara nýtir sér aðstöðuna og sinnir í engu sjálfsögðum mannasiðum við að þrífa og taka til eftir sig,“ segir Stefán Jökull og vísar til aðkomunnar í nýjum skála FÍ á Fimmvörðuhálsi. Baldvinsskála. Hann bætir við að ástæðan fyrir nýjum skála á þessum stað var að eldri skáli sem byggður var 1974 eyðilagðist á fáum árum vegna aukinnar umferðar á Fimmvörðuhálsi. Slæmri umgengni var um að kenna, enda húsið kallað „Fúkki“ vegna óþefsins sem þar var inni.Gullna reglan þverbrotin. Á fjöllum eiga allir að vita að það sem þú tekur með þér, ferðu með aftur heim.Lýsingar Stefáns Jökuls á umgengni í einstökum skálum eru skelfilegar, og reyndar telur hann ekki mögulegt að koma þeim almennilega í orð. Fólk þurfi að koma á staðinn til þess að skilja hversu illa fólk gengur um. „Það er kamar við hliðina á Baldvinsskála og aðkoman þar var hræðileg. Saur og þvag um allt, rusl á gólfum og búið að brjóta klósettið.“ Stefán bætir við að slæm umgengni sé ekki bundin við skála FÍ, heldur sé vandamálið til staðar hjá öðrum félögum sem eiga og reka slíkar byggingar. Skálar FÍ eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þá óháð aðild að Ferðafélaginu. Regluleg skálavarsla er hins vegar ekki nema í nokkrum þeirra, og útilokað að auka þá vöktun vegna kostnaðar. Hann nefnir að byggingarkostnaður skálanna sé hár; uppsetning Baldvinsskála kostaði 25 milljónir króna. Dæmi eru um að allt leirtau, pottar sem pönnur standa óhreinar á borðum og bekkjum, innan um rotnandi matarleifar.„Hugmyndafræðin var að húsið stæði fólki opið, bæði til að bæta aðstöðu og öryggi ferðamanna. Við horfum fram á það núna að óbreyttu að loka þessu húsi og öllum öðrum, sem gengur þvert á stefnu Ferðafélagsins,“ segir Stefán og leggur áherslu á orð sín með því að nefna að úr tveimur húsum uppi á hálendinu hefur kamínum verið stolið. „Ég þarf því miður að segja einnig að þeir sem ganga verst um eru Íslendingar, þótt erlendum ferðamönnum fylgi líka slæm umgengni. Þeirra umgengni er þó miklu betri en þó sinna sjaldan þeirri gullnu reglu á fjöllum, að taka með sér allt rusl sem til fellur,“ segir Stefán Jökull. Ekki er hér allt talið. Söfnunarbaukar í húsunum, þar sem ætlast er til að fólk greiði fyrir gistingu og afnot húsanna, eru svo gott sem tómir yfir árið þar sem enginn hirðir um að borga fyrir sig.Einfaldar reglur í gildi:Meginreglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notarlegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hreinlæti skiptir því miklu og tillitsemi við náungann er lykilatriði. Átta einföld atriði skulu í hávegum höfð:- Ró skal vera komin í skála á miðnætti- Farið er úr skóm í andyri- Taka með sér rusl- Reykingar bannaðar í skálum- Ganga frá áhöldum í eldhúsi- Ganga frá skálunum eins og menn vilja koma að þeim sjálfir- Greiða fyrir gistingu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Umgengni ferðamanna í skálum Ferðafélags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, segir að þrátt fyrir skýrar reglur um umgengni, sem komið er á framfæri við ferðamenn, verði ekki lengur við unað. „Umgengnin er, satt best að segja, til háborinnar skammar. Það er rusl og óhreint leirtau á öllum borðum, og á gólfum. Óþefurinn er mikill og enginn virðist taka til eftir sig, fólk einfaldlega bara nýtir sér aðstöðuna og sinnir í engu sjálfsögðum mannasiðum við að þrífa og taka til eftir sig,“ segir Stefán Jökull og vísar til aðkomunnar í nýjum skála FÍ á Fimmvörðuhálsi. Baldvinsskála. Hann bætir við að ástæðan fyrir nýjum skála á þessum stað var að eldri skáli sem byggður var 1974 eyðilagðist á fáum árum vegna aukinnar umferðar á Fimmvörðuhálsi. Slæmri umgengni var um að kenna, enda húsið kallað „Fúkki“ vegna óþefsins sem þar var inni.Gullna reglan þverbrotin. Á fjöllum eiga allir að vita að það sem þú tekur með þér, ferðu með aftur heim.Lýsingar Stefáns Jökuls á umgengni í einstökum skálum eru skelfilegar, og reyndar telur hann ekki mögulegt að koma þeim almennilega í orð. Fólk þurfi að koma á staðinn til þess að skilja hversu illa fólk gengur um. „Það er kamar við hliðina á Baldvinsskála og aðkoman þar var hræðileg. Saur og þvag um allt, rusl á gólfum og búið að brjóta klósettið.“ Stefán bætir við að slæm umgengni sé ekki bundin við skála FÍ, heldur sé vandamálið til staðar hjá öðrum félögum sem eiga og reka slíkar byggingar. Skálar FÍ eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þá óháð aðild að Ferðafélaginu. Regluleg skálavarsla er hins vegar ekki nema í nokkrum þeirra, og útilokað að auka þá vöktun vegna kostnaðar. Hann nefnir að byggingarkostnaður skálanna sé hár; uppsetning Baldvinsskála kostaði 25 milljónir króna. Dæmi eru um að allt leirtau, pottar sem pönnur standa óhreinar á borðum og bekkjum, innan um rotnandi matarleifar.„Hugmyndafræðin var að húsið stæði fólki opið, bæði til að bæta aðstöðu og öryggi ferðamanna. Við horfum fram á það núna að óbreyttu að loka þessu húsi og öllum öðrum, sem gengur þvert á stefnu Ferðafélagsins,“ segir Stefán og leggur áherslu á orð sín með því að nefna að úr tveimur húsum uppi á hálendinu hefur kamínum verið stolið. „Ég þarf því miður að segja einnig að þeir sem ganga verst um eru Íslendingar, þótt erlendum ferðamönnum fylgi líka slæm umgengni. Þeirra umgengni er þó miklu betri en þó sinna sjaldan þeirri gullnu reglu á fjöllum, að taka með sér allt rusl sem til fellur,“ segir Stefán Jökull. Ekki er hér allt talið. Söfnunarbaukar í húsunum, þar sem ætlast er til að fólk greiði fyrir gistingu og afnot húsanna, eru svo gott sem tómir yfir árið þar sem enginn hirðir um að borga fyrir sig.Einfaldar reglur í gildi:Meginreglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notarlegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hreinlæti skiptir því miklu og tillitsemi við náungann er lykilatriði. Átta einföld atriði skulu í hávegum höfð:- Ró skal vera komin í skála á miðnætti- Farið er úr skóm í andyri- Taka með sér rusl- Reykingar bannaðar í skálum- Ganga frá áhöldum í eldhúsi- Ganga frá skálunum eins og menn vilja koma að þeim sjálfir- Greiða fyrir gistingu
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira