Tímaritið People Magazine birtir mynd af tónleikum kappans á Instagram síðu sinni þar sem þau kynna Ásgeir til leiks og segja fylgjendum sínum að hann sé „really cute".
Flestir fylgjendut blaðsins á samskiptasíðunni virðast vera sammála og skiptast á að hrósa útliti tónlistarmannsins. Yfir 1500 manns hafa einnig líkað við myndina.
Það er svo spurning hvort tónlist Ásgeirs hafi fallið jafn vel í kramið í áhorfendum á hátíðinni sem stendur yfir helgina.