Íslenska gamanþáttaröðin Hreinn Skjöldur hefst á Stöð 2 sunnudagskvöldið 30. nóvember en Vísir frumsýnir nýja stiklu úr þáttunum.
Aðalpersónan í þáttunum er einfaldur og áhrifagjarn náungi sem heitir Hreinn Skjöldur en Steindi Jr. túlkar hann. Pétur Jóhann Sigfússon og Saga Garðarsdóttir fara með önnur hlutverk í þáttunum.
Þættirnir eru alls sjö talsins en handritið skrifuðu þeir Steindi Jr., Ágúst Bent og Magnús Leifsson. Söguþráðurinn er ýktur og kemst Hreinn Skjöldur til að mynda í tæri við andsetinn skólastjóra og djammara sem yfirtaka Herjólf.
Frumsýning á Vísi: Ný stikla úr Hreinum Skildi
Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr Hreinum skildi
Landsliðinu í gríni bregður fyrir í nýrri seríu Steinda Jr.

Í kappáti við 140 kílóa gölt í Húsdýragarði
Steindi Jr tekur upp nýja þætti sem væntanlegir eru í vetur. Hefur sjaldan verið í jafnmiklu stuði eins og nú.