Mun meiri stuðningur hjá körlum en konum Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2014 07:30 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Þriðjungur þjóðarinnar, eða 34 prósent, styður ríkisstjórnina samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Tæplega helmingur, eða 49 prósent, styður hana ekki. Fjórtán prósent segjast óákveðin en 4 prósent svara ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem taka afstöðu sést að 41 prósent styður ríkisstjórnina en 59 prósent styðja hana ekki. Stuðningurinn er meiri meðal karla en kvenna. Fjörutíu prósent karla segjast styðja ríkisstjórnina, 45 prósent segjast ekki styðja hana, þrettán prósent eru óákveðin og 2 prósent svara ekki. Tuttugu og átta prósent kvenna segjast styðja ríkisstjórnina, 53 prósent segjast ekki styðja hana, 15 prósent eru óákveðin og 6 prósent svara ekki. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 34 prósent kvenna. Þetta er lítil breyting á stuðningi við ríkisstjórnina frá því í könnun sem gerð var í október, en þó innan skekkjumarka, sem eru 3,41 prósent. Þá sögðust 35 prósent styðja ríkisstjórnina og 65 prósent ekki. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, segist aðspurð ekki hafa áhyggjur af þessum tölum. „En þetta eru hlutföll sem menn eiga að velta fyrir sér og af hverju þessi greinilega marktæki munur stafi,“ segir Sveinbjörg Birna. Hún hafi hins vegar engar niðurnjörvaðar skýringar á því hvers vegna þetta er svo.Þórey Vilhjálmsdóttir.„En það má velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi verið að vinna meira í hörðu málunum frekar en þeim mjúku. Því það má sjá mismunandi hlutfall karla og kvenna sem fylgja þeim málum,“ segir hún. Sveinbjörg Birna telur þessar tölur ekki benda til þess að úrræði ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafi skilað sér frekar til karla en kvenna. „Heldur skýrist þetta miklu frekar af mismunandi nálgun karla og kvenna í pólitík,“ segir hún. „Ánægjulegt er að sjá fylgi ríkisstjórnarinnar aukast og vonandi heldur það áfram í þá átt. Það kemur á óvart að ekki sé meiri stuðningur á meðal kvenna en í því felast tækifæri á sama tíma. Ábyrgur ríkisrekstur, skuldaleiðréttingar og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins eru áherslur sem ættu að höfða til beggja kynja,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. „En það er þá mikilvægt að hafa í huga að kynjahlutföll í ríkisstjórn og á Alþingi hafa einnig áhrif á stuðning kvenna, fram hjá því er ekki hægt að líta,“ bætir hún við. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Þriðjungur þjóðarinnar, eða 34 prósent, styður ríkisstjórnina samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Tæplega helmingur, eða 49 prósent, styður hana ekki. Fjórtán prósent segjast óákveðin en 4 prósent svara ekki spurningunni. Þegar einungis er litið til svara þeirra sem taka afstöðu sést að 41 prósent styður ríkisstjórnina en 59 prósent styðja hana ekki. Stuðningurinn er meiri meðal karla en kvenna. Fjörutíu prósent karla segjast styðja ríkisstjórnina, 45 prósent segjast ekki styðja hana, þrettán prósent eru óákveðin og 2 prósent svara ekki. Tuttugu og átta prósent kvenna segjast styðja ríkisstjórnina, 53 prósent segjast ekki styðja hana, 15 prósent eru óákveðin og 6 prósent svara ekki. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 34 prósent kvenna. Þetta er lítil breyting á stuðningi við ríkisstjórnina frá því í könnun sem gerð var í október, en þó innan skekkjumarka, sem eru 3,41 prósent. Þá sögðust 35 prósent styðja ríkisstjórnina og 65 prósent ekki. Könnunin var gerð á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, segist aðspurð ekki hafa áhyggjur af þessum tölum. „En þetta eru hlutföll sem menn eiga að velta fyrir sér og af hverju þessi greinilega marktæki munur stafi,“ segir Sveinbjörg Birna. Hún hafi hins vegar engar niðurnjörvaðar skýringar á því hvers vegna þetta er svo.Þórey Vilhjálmsdóttir.„En það má velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi verið að vinna meira í hörðu málunum frekar en þeim mjúku. Því það má sjá mismunandi hlutfall karla og kvenna sem fylgja þeim málum,“ segir hún. Sveinbjörg Birna telur þessar tölur ekki benda til þess að úrræði ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafi skilað sér frekar til karla en kvenna. „Heldur skýrist þetta miklu frekar af mismunandi nálgun karla og kvenna í pólitík,“ segir hún. „Ánægjulegt er að sjá fylgi ríkisstjórnarinnar aukast og vonandi heldur það áfram í þá átt. Það kemur á óvart að ekki sé meiri stuðningur á meðal kvenna en í því felast tækifæri á sama tíma. Ábyrgur ríkisrekstur, skuldaleiðréttingar og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins eru áherslur sem ættu að höfða til beggja kynja,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. „En það er þá mikilvægt að hafa í huga að kynjahlutföll í ríkisstjórn og á Alþingi hafa einnig áhrif á stuðning kvenna, fram hjá því er ekki hægt að líta,“ bætir hún við.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði