Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2014 20:45 Flutningaskipið er sigið að framan en útlit er fyrir að það hafi bakkað upp í fjöru. Mynd/Þorri Magnússon Flutningaskipið Green Freezer strandaði á skeri í Fáskrúðsfirði um klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út allt frá Vopnafirði til Hornarfjarðar. Skipið er 109 metrar á lengd, 18 metrar á breidd og var á siglingu inn fjörðinn þegar það strandaði. Skipið, sem er um fimm þúsund tonn að þyngd og með sautján áhafnarmeðlimi, var á leið inn fjörðinn að sækja afurðir. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að á meðan beðið hafi verið eftir hafnsögumanni hafi komið upp vélarbilun með þeim afleiðingum að skipið hafi bakkað upp í fjöru. Skipið er stöðugt á strandstað og ekki hefur orðið vart við leka inn í skipið né olíuleka úr því. Þá er skipið talið lítið skemmt. Þá var taug komið á milli skipsins og Vilhelms Þorsteinssonar, fjölveiðiskips Samherja. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang um ellefuleytið. Veður á svæðinu er gott. Akrafellið strandaði skammt frá þann 6. september. Uppfært 23:50Björgunarsveitarmenn hafa nú yfirgefið strandstaðinn og Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja, sem var með fragtskipið í togi er einnig farið. Ljóst er að ekki verður reynt að ná skipinu af strandstað fyrr en í fyrramálið, losni það ekki af sjálfsdáðum. Bæði skrúfa og stýri skipsins hafa orðið fyrir skemmdum. Útlit er fyrir að kostnaður við björgun skipsins valdi því að það verði ekki reynt í kvöld.Mynd/Vesselfinder.comHér má sjá feril skipsins en það mun hafa tekið einn hring í firðinum á meðan beðið var eftir hafnsögumanni.Mynd/Vesselfinder.com Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Flutningaskipið Green Freezer strandaði á skeri í Fáskrúðsfirði um klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út allt frá Vopnafirði til Hornarfjarðar. Skipið er 109 metrar á lengd, 18 metrar á breidd og var á siglingu inn fjörðinn þegar það strandaði. Skipið, sem er um fimm þúsund tonn að þyngd og með sautján áhafnarmeðlimi, var á leið inn fjörðinn að sækja afurðir. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að á meðan beðið hafi verið eftir hafnsögumanni hafi komið upp vélarbilun með þeim afleiðingum að skipið hafi bakkað upp í fjöru. Skipið er stöðugt á strandstað og ekki hefur orðið vart við leka inn í skipið né olíuleka úr því. Þá er skipið talið lítið skemmt. Þá var taug komið á milli skipsins og Vilhelms Þorsteinssonar, fjölveiðiskips Samherja. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang um ellefuleytið. Veður á svæðinu er gott. Akrafellið strandaði skammt frá þann 6. september. Uppfært 23:50Björgunarsveitarmenn hafa nú yfirgefið strandstaðinn og Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja, sem var með fragtskipið í togi er einnig farið. Ljóst er að ekki verður reynt að ná skipinu af strandstað fyrr en í fyrramálið, losni það ekki af sjálfsdáðum. Bæði skrúfa og stýri skipsins hafa orðið fyrir skemmdum. Útlit er fyrir að kostnaður við björgun skipsins valdi því að það verði ekki reynt í kvöld.Mynd/Vesselfinder.comHér má sjá feril skipsins en það mun hafa tekið einn hring í firðinum á meðan beðið var eftir hafnsögumanni.Mynd/Vesselfinder.com
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira