Innlent

Nýja Breiðafjarðarferjan hefur enn ekki fengið leyfi

Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.
Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Enn dregst á langinn að yfirvöld siglingamála hér á landi samþykki ferju, sem Sæferðir í Stykkishólmi ætla að kaupa í stað Baldrus, sem sinnt hefur siglingum yfir Breiðafjörð.

Ferjan, sem á að leysa Baldur af hólmi, þegar hann verður seldur, er norsk og uppfyllir öll skilyrði siglingayfirvalda þar, en einhverra hluta vegna ekki hér á landi. Hún átti að vera komin til landsins og byrjuð siglingar því Baldur siglir nú á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur er í slipp.

Á heimasíðu Sæferða, sem gera Baldur út, segir að ef ekki fáist innflutningsleyfi á ferjuna, muni Baldur hlaupa í skarðið þegar Herjólflur kemur aftur.- 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×