Hljómsveitin Imagine Dragons og söngkonan Lorde eru með flestar tilnefningar til Billboard-tónlistarverðlaunanna, alls tólf hvor.
Imagine Dragons og Lorde keppa við hvort annað í níu flokkum, þar á meðal fyrir besta rokklistamann og besta rokklag.
Justin Timberlake, Katy Perry og Macklemore & Ryan Lewis með ellefu, tíu og átta tilnefningar. Justin gæti unnið sín fyrstu Billboard-verðlaun sem sólólistamaður í ár en hann vann fimm verðlaun með strákasveitinni 'N Sync.
Listi yfir allar tilnefningar má finna hér.

