Of snemmt að segja hvort umfjöllun ljúki fyrir þinglok Brjánn Jónasson skrifar 9. apríl 2014 06:30 Tugir umsagna hafa borist utanríkismálanefnd um tillögur um að slíta viðræðum við ESB eða setja þær á ís segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar. Fréttablaðið/GVA Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Enn er of snemmt að segja til um hvort umfjöllun utanríkismálanefndar Alþingis um tillögur sem liggja fyrir þinginu um slit á aðildarviðræðum við ESB eða að gera hlé á viðræðunum lýkur fyrir þinglok um miðjan maí. „Það liggur fyrir að umfjöllun nefndarinnar lýkur ekki fyrir páska,“ segirBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar. Spurður hvort umfjölluninni muni ljúka fyrir þinglok segir hann allt of snemmt að segja til um það. Frestur til að skila umsögnum um málið rann út í gær. Birgir sagðist í gær ekki vera með nýjustu tölur, en sagðist vita til þess að tugir umsagna hafi borist. Utanríkismálanefnd fjallaði í gær um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB, sem kom út á mánudag. Birgir segir nokkra skýrsluhöfunda hafa komið á fund nefndarinnar og aftur sé von á skýrsluhöfundum á fund nefndarinnar síðar í vikunni. „Við áttum mjög ítarlegar og góðar umræður, menn voru ekki sammála um alla hluti, en á hinn bóginn var þessi yfirferð gagnleg fyrir nefndina,“ segir Birgir. Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar nýtast eins og önnur gögn sem nefndinni berist. „Margir kaflar eru prýðilegir, og annað hvort fylla upp í eða styðja það sem áður hefur komið fram,“ segir Birgir. „Svo eru aðrir þættir sem ég hef verið gagnrýninn á. Mér finnst skýrsluhöfundar full djarfir að draga ályktanir út frá frekar veikum forsendum,“ segir hann. Spurður hvað hann sé að vísa til nefnir hann annars vegar möguleika á sérlausnum í sjávarútvegi, og hins vegar hugsanlegan ávinning af upptöku evrunnar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira