Landeigendur við Geysi halda fast í áform um gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2014 12:57 Landeigendur við Geysi segja álit umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að gjaldheimta Landeigendafélagsins við Geysi yrði ólögleg ekki breyta neinu um þeirra afstöðu. vísir/vilhelm Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag. Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Landeigendur við Geysi halda fast við áætlanir sínar um gjaldtöku á svæðinu þrátt fyrir það álit sérfræðinga umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að slík gjaldheimta væri ólögleg. Talsmaður landeigenda segir ekki ganga að aðrir selji ferðir á geyissvæðið á kostnað landeigenda sem beri mikinn kostnað af rekstri svæðisins. Landeigendafélagið Geysir ehf. tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að það hyggðist taka upp gjaldheimtu á Geysissvæðinu til að standa undir kostnaði við rekstur þess og nauðsynlega uppbyggingu. Garðar Eiríksson talsmaður félagsins hefur sagt að félagið hafi ekki trú á fyrirhuguðum náttúrupassa stjórnvalda. En nú hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið sent félaginu bréf og greint frá því að innheimta gjaldsins yrði ólögleg, þar sem landið sé að stórum hluta í eigu ríkisins, þar með hverirnir. „Þetta í sjálfu sér breytir engu um okkar afstöðu. Við höfum átt samræður við ráðherra, bæði Sigurð Inga og Ragnheiði Elínu um þessi mál á liðnu ári og þetta bréf sem tók einhverja fjóra mánuði að skrifa breytir engu,“ segir Garðar. Ekki sé hægt að láta einstaklinga blæða út fjárhagslega svo aðrir geti hagnýtt eignir þeirra. „Og ef ríkið getur ekki séð sóma sinn í því að koma að máli við okkur, sem við höfum marg boðið, þá eigum við ekki margra kosta völ,“ bætir Garðar við.En er það ekki rétt að ríkið á þarna hveri og stórt landssvæði og væruð þið þá ekki að rukka inn á land í ríkiseign?„Í fyrsta lagi er nú fyrirvari á fullri eign ríkisins á þessu tiltekna svæði,“ segir Garðar. Og í öðru lagi sé um að ræða óskipta sameign á vatni og hitakerfi og rukkað yrði inn fyrir þá hlutdeild sem landeigendur eigi í svæðinu. „Við eigum náttúrlega þarna meirihluta og eins og ég segi; við erum marg búin að bjóða ríkinu til samtals og leggja upp ýmsar hugmyndir en það er eins og að tala við vegginn,“ segir Garðar. Innheimta gjaldsins hefjist bráðlega, enda bráðnauðsynlegt að ráðast í uppbyggingu á svæðinu til að þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem komi á Geysi á hverju ári. „Við viljum reka þetta svæði með sóma. Hafa þarna þjónustu við þann fjölda af gestum sem okkur heimsækja og viljum takast á við þetta verkefni af metnaði og með stolti,“ segir Garðar. Aðstæður á svæðinu séu óviðunandi eins og ástandið sé í dag.
Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira