Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júní 2014 19:45 Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira