Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júní 2014 19:45 Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefur utanríkisráðherra um svör varðandi Tisa viðræðurnar þar sem unnið er að fjölþjóðlegu samkomulagi um að draga úr regluverki sem tengt er fjármálaþjónustu. Mikil leynd er sögð hvíla yfir viðræðunum sem staðið hafa yfir í rúmt ár. Kjarninn birti í síðasta tölublaði sínu leyniskjöl frá Tisa-viðræðunum í samstarfi við Wikileaks. Um er að ræða marghliða viðræður fimmtíu þjóða um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum eins og það er orðað í nýjustu skýrslu utanríkisráðuneytisins til Alþingis. Markmið samningsins er að fækka hindrunum í vegi fyrirtækja sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta og auka gagnsæi í milliríkjaviðskiptum með þjónustu. Þetta orðalag lætur ekki mikið yfir sér og eitt og sér ætti það ekki að vekja ugg í brjósti nokkurs manns. En ef nánar er rýnt í skjölin frá viðræðunum kemur í ljós að málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Hugsanlegt samkomulag mun hafa víðtæk áhrif, sem munu koma sér vel fyrir suma, ekki eins vel fyrir aðra. „Auðvitað hljómar frelsi alltaf vel en það fer eftir því í hvaða samhengi það er sett. Ef frelsið er á kostnað almenna borgara er það ekki frelsi fyrir þá heldur þessi svokölluðu eitt prósent,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu (PSI) segja að Tisa samkomulagið muni draga stórlega úr regluverki gagnvart fjármálageiranum, umhverfisvernd, eftirliti með heilbrigðisþjónustu og öryggi verkamanna. Þá skuli koma á fót yfirþjóðlegum dómstól sem greiða mun úr deilum fjármálafyrirtækja og þjóða í framtíðinni. Allt sé þetta gert til að auka hag stórfyrirtækja á kostnað almennings. „Þetta mun í raun og veru veikja undirstöður lýðræðisríkja sem eru aðilar að þessu því fjölþjóðafyrirtæki og þessi stórfyrirtæki og fjármálastofnanir munu fá aukin völd og finnst þó mörgum nóg um,“ segir Birgitta. Ekki hefur verið fjallað um málið á Alþingi eða í utanríkismálanefnd en í viðræðuskjölum TISA kemur fram að ekki megi opinbera samninginn fyrr en fimm árum eftir að hann er undirritaður eða viðræðum slitið. „Ég hef sett saman skriflega spurningalista fyrir utanríkisráðherra þar sem ég fer fram á að vita hverjir hafa verið að semja fyrir Íslands hönd, hversu marga fundi þeir hafa setið, hvort ráðherra sé meðvitaður um þessa leynd og hvenær standi til að kynna það fyrir Alþingi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður PírataMartin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf segir að fundað sé í borginni á tveggja mánaða fresti, viku í senn. Hann segir viðræðurnar skammt á veg komnar og að heildarmynd samningsins eigi eflaust eftir að breytast mikið áður en yfir lýkur. Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla yfir viðræðunum þó málið hafi ekki verið rætt sérstaklega í utanríkismálanefnd. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir málið með nefndinni óski hún þess. Þetta hefur bara verið í venjulegum gangi hjá okkur og nákvæmlega ekkert sem við höfum verið að fela,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira