Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 18:22 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata VISIR/Daniel Þingflokksformaður Pírata krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um yfirstanda TISA-viðræður um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum. Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum sem Íslendingar taka þátt í en í leyniskjölum kemur fram að vilji sé til þess að vinda ofan af því regluverki sem sett hefur verið á fjármálamörkuðum eftir hrun og að settur verði upp yfirþjóðlegur dómstóll til að taka ákvarðanir um deilumál milli fjármálafyritækja og þjóðríkja.Kjarninn fjallaði um málið í síðustu viku og birti í samstarfi við Wikileaks leyniskjöl úr viðræðunum. Á forsíðu skjalanna segir meðal annars að ekki megi aflétta trúnaði á þeim fyrr en fimm árum eftir að samkomulagið taki gildi eða eftir að viðræðunum ljúki. Sérstaklega er tekið fram að þau verði að vera vistuð í lokaðri eða öruggri byggingu, herbergi eða hirslu. Um fimmtíu ríki taka þátt í viðræðunum þar á meðal Ísland.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um málið. „Í fyrsta lagi er Íslands aðila að þessu. Þetta er kallað TISA, Trades and Services Agreement og gengur út á það að breyta lögum á þann veg að það er mjög slæmt varðandi allt það sem við höfum verið að reyna að færa til betri vegar eftir hrunið, ekki bara hérlendis heldur mjög víða. Þetta er viðbót við svokallaðan GATS-samning sem tók gildi árið 1995 og ef að fólk rýnir í þessa umfjöllun í Kjarnanum þá sér það að þetta gæti haft það alvarlegar afleiðingar fyrir okkar sjálfræði að EES-samningurinn væri ekkert alvarlegur í því tilliti". Birgitta segir að þessir samningar feli í sér óafturkræfar breytingar og bindi hendur komandi ríkisstjórna Það stendur hérna að það er trúnaður á þeim í fimm ár eftir að samkomulagið tekur gildi og því finnst mér mjög mikilvægt að við vitum um hvað við erum að semja áður en að þessum samingaviðræðum er lokið.Þannig að þú ætlar semsagt að kalla eftir upplýsingum frá utanríkisráðherra og ráðuneytinu um þetta mál?„Algjörlega,“ segir Birgitta.Mundu óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd?„Ef ég fæ ekki þessari skriflegu fyrirspurn dreift til ráðherra þar sem ég er að vinna í núna þá mun ég óska eftir opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Mér finnst þetta mál þess eðlis að það þurfi að fara eftir lögboðnum ferlum eftirlits með framkvæmdavaldi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um yfirstanda TISA-viðræður um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum. Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum sem Íslendingar taka þátt í en í leyniskjölum kemur fram að vilji sé til þess að vinda ofan af því regluverki sem sett hefur verið á fjármálamörkuðum eftir hrun og að settur verði upp yfirþjóðlegur dómstóll til að taka ákvarðanir um deilumál milli fjármálafyritækja og þjóðríkja.Kjarninn fjallaði um málið í síðustu viku og birti í samstarfi við Wikileaks leyniskjöl úr viðræðunum. Á forsíðu skjalanna segir meðal annars að ekki megi aflétta trúnaði á þeim fyrr en fimm árum eftir að samkomulagið taki gildi eða eftir að viðræðunum ljúki. Sérstaklega er tekið fram að þau verði að vera vistuð í lokaðri eða öruggri byggingu, herbergi eða hirslu. Um fimmtíu ríki taka þátt í viðræðunum þar á meðal Ísland.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um málið. „Í fyrsta lagi er Íslands aðila að þessu. Þetta er kallað TISA, Trades and Services Agreement og gengur út á það að breyta lögum á þann veg að það er mjög slæmt varðandi allt það sem við höfum verið að reyna að færa til betri vegar eftir hrunið, ekki bara hérlendis heldur mjög víða. Þetta er viðbót við svokallaðan GATS-samning sem tók gildi árið 1995 og ef að fólk rýnir í þessa umfjöllun í Kjarnanum þá sér það að þetta gæti haft það alvarlegar afleiðingar fyrir okkar sjálfræði að EES-samningurinn væri ekkert alvarlegur í því tilliti". Birgitta segir að þessir samningar feli í sér óafturkræfar breytingar og bindi hendur komandi ríkisstjórna Það stendur hérna að það er trúnaður á þeim í fimm ár eftir að samkomulagið tekur gildi og því finnst mér mjög mikilvægt að við vitum um hvað við erum að semja áður en að þessum samingaviðræðum er lokið.Þannig að þú ætlar semsagt að kalla eftir upplýsingum frá utanríkisráðherra og ráðuneytinu um þetta mál?„Algjörlega,“ segir Birgitta.Mundu óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd?„Ef ég fæ ekki þessari skriflegu fyrirspurn dreift til ráðherra þar sem ég er að vinna í núna þá mun ég óska eftir opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Mér finnst þetta mál þess eðlis að það þurfi að fara eftir lögboðnum ferlum eftirlits með framkvæmdavaldi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira