„Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2014 17:05 Svavar segir ríkisstjórnina sýna dólgshátt og yfirgang þegar hún fær á sig gagnrýni. Vísir/Anton Brink/GVA Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“ Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hátt í 3000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna sem bera yfirskriftina „Mótmælum aðgerðum ríkisstjórnarinnar“. Vísir hafði samband við tónlistarmanninn Svavar Knút, einn skipuleggjanda mótmælanna, og spurði hvers vegna boðað hafi verið til þeirra. „Fólk er reitt og sárt. Þessi ríkisstjórnin misbýður ákveðnum grunngildum trekk í trekk. Ofan á það sýnir hún eintóman skæting og leiðindi og dólgshátt þegar hún fær á sig gagnrýni,“ segir Svavar. Hann segir mótmælin algjörlega grasrótarsprottin en skipuleggjendur þeirra hittust í dag til að ræða málin. Hann segir hópinn ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að misbjóða framkoma ríkisstjórnarinnar. „Við viljum hafa mótmælin fagleg, kurteisleg og yfirveguð. Fólk er samt reitt og við söknum bara þessa eðlilega viðhorfs að við hugsum um hvert annað. Við erum 328.000 manns sem búum í samfélagi, við erum ekki 328.000 einkahlutafélög. Við pössum hvort annað og það er bara verið að drulla yfir það.“ Svavar nefnir um dæmi um að verið sé að skerða tækifæri fólks til menntunar og að taka heilbrigðiskerfið í sundur. Hann segir Íslendinga vilja borga fyrir heilsu og lífsgæði hvers annars. „Krafa okkar er sú að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari að haga sér eins og fagfólk. Þeir sýna enga auðmýkt gagnvart starfinu og enga virðingu gagnvart fólkinu heldur eru bara með yfirgang.“ Svavar segir að margir tónlistarmenn vilji koma fram á mótmælunum. Það sé stefnt að því að hafa rafmagn en ekki sé víst að það náist vegna lítils fyrirvara. Ef ekki verður rafmagn mun fólk bara mæta með gítarinn og trommurnar og spila af fingrum fram. Aðspurður hvort boðað verði til fleiri mótmæla segir Svavar: „Við viljum sjá þetta vaxa og við viljum að ríkisstjórnin hlusti á raddir fólksins. Við virðum lýðræði en ríkisstjórnin þarf að gera það líka. Við viljum bara fá þessi heilindi.“
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent