Tafðist um nokkrar klukkustundir að koma stórslösuðum manni á Landspítalann Gissur Sigurðsson skrifar 31. október 2014 13:25 Sauðárkrókur Það tafðist nýverið um nokkrar klukkustundir að koma stór slösuðum manni á Landspítalann þar sem Isavia hafði ekki hirt um að halda flugvellinum á Sauðárkróki opnum og tækjabúnaði í lagi. Dæmi eru um að heimamenn á landsbyggðinni opni flugvelli í sjálfboðavinnu í neyðartilvikum. Sjúklingurinn hafði höfuðkúpubrotnað á hörðum árekstri tveggja bíla skammt frá Sauðárkróki á fimmtudaginn í síðustu viku og óskuðu sjúkraflutningamenn þegar eftir sjúkraflugvél til að flytja hann á Landspítalann. Kom þá í ljós að völlurinn hafði verið ófær vegna snjóa í nokkra daga og að Isavia var búin að segja eftirlitsmanni vallarins upp, nema hvað hann sinnir áfram útköllum. Hann brá skjótt við, en ljóst var að það tæki að minnsta kosti klukkustund að ryðja völlinn. En þegar til átti að taka kom í ljós að snjóruðningstækið var rafmagnslaust og að töfin yrði enn lengri. Var þá brugðið á það ráð að flytja hinn slasaða í sjúkrabíl í flug hálku yfir Öxnadalsheiðina og á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann fékk aðhlynningu fyrir flugið til Reykjavíkur. Það tafðist því um nokkrar klukkustundir að hann kæmist á Landsspítalann. „Svona ásigkomulag lítið notaðra flugvalla er ekkert einsdæmi,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi en hann annast sjúkraflug. „Það eru vellir sem við þurfum samt sem áður að komast til og þá rekum við okkur á þetta að þeim er ekkert vel sinnt, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Umsjónarmaður flugvallarins er eftir sem áður Isavia og eru þeir ekkert að greiða mönnum fyrir að sinna völlunum.“ Þorkell segir að dæmi séu um að sjálfboðaliðar sjái um viðhald á flugvöllum. „Við höfum jafnan flugvelli sem erfiðara er að þjóna áætlunarflugi, en þar er fast starfsfólk sem sinnir okkur allan sólahringinn. Það starfsfólk fær jafnvel ekkert greitt fyrir þau útköll.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Það tafðist nýverið um nokkrar klukkustundir að koma stór slösuðum manni á Landspítalann þar sem Isavia hafði ekki hirt um að halda flugvellinum á Sauðárkróki opnum og tækjabúnaði í lagi. Dæmi eru um að heimamenn á landsbyggðinni opni flugvelli í sjálfboðavinnu í neyðartilvikum. Sjúklingurinn hafði höfuðkúpubrotnað á hörðum árekstri tveggja bíla skammt frá Sauðárkróki á fimmtudaginn í síðustu viku og óskuðu sjúkraflutningamenn þegar eftir sjúkraflugvél til að flytja hann á Landspítalann. Kom þá í ljós að völlurinn hafði verið ófær vegna snjóa í nokkra daga og að Isavia var búin að segja eftirlitsmanni vallarins upp, nema hvað hann sinnir áfram útköllum. Hann brá skjótt við, en ljóst var að það tæki að minnsta kosti klukkustund að ryðja völlinn. En þegar til átti að taka kom í ljós að snjóruðningstækið var rafmagnslaust og að töfin yrði enn lengri. Var þá brugðið á það ráð að flytja hinn slasaða í sjúkrabíl í flug hálku yfir Öxnadalsheiðina og á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann fékk aðhlynningu fyrir flugið til Reykjavíkur. Það tafðist því um nokkrar klukkustundir að hann kæmist á Landsspítalann. „Svona ásigkomulag lítið notaðra flugvalla er ekkert einsdæmi,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi en hann annast sjúkraflug. „Það eru vellir sem við þurfum samt sem áður að komast til og þá rekum við okkur á þetta að þeim er ekkert vel sinnt, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Umsjónarmaður flugvallarins er eftir sem áður Isavia og eru þeir ekkert að greiða mönnum fyrir að sinna völlunum.“ Þorkell segir að dæmi séu um að sjálfboðaliðar sjái um viðhald á flugvöllum. „Við höfum jafnan flugvelli sem erfiðara er að þjóna áætlunarflugi, en þar er fast starfsfólk sem sinnir okkur allan sólahringinn. Það starfsfólk fær jafnvel ekkert greitt fyrir þau útköll.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira