„Menningarbylting“ í Breiðholtinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2014 19:30 Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira