Innlent

Laumufarþeginn líklegast hælisleitandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn.
Frá athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður nú aðstoðar túlks til að geta yfirheyrt karlmanninn sem gerði tilraun til að komast um borð í millilandaskip á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn í Reykjavík í nótt.

Karlmaðurinn er af erlendu bergi brotinn og telur lögreglan í ljósi sögunnar líklegast að um hælisleitanda sé að ræða. Maðurinn er í haldi lögreglu og standa vonir til að hægt verði að yfirheyra hann síðar í dag.


Tengdar fréttir

Gerði tilraun til að komast um borð í skip í Sundahöfn

Karlmaður var handtekinn á athafnasvæði Eimskips i Sundahöfn í Reykjavík laust fyrir klukkan eitt í nótt þar sem hann var að reyna að komast um borð í millilandaskip til að komast úr landi sem laumufarþegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×