Sömdu lag fyrir Dag: Vilja meira fé í menningu og listir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júní 2014 13:34 Hvetja Dag, t.v., til þess að leggja áherslu á menningu. Þrjár Basískar, í forgrunni myndar, röppuðu, undir lagi Harmoníu Sjarmoníu, fyrir aftan á mynd. Stöðugildum í Skapandi sumarstörf, verkefnis á vegum Hins hússins sem gefur ungu fólki tækifæri á að skapa list yfir sumartímann, hefur fækkað um fjörutíu og átta á tíu árum. Þannig voru nú aðeins tuttugu ungmenni ráðin í ár miðað við sextíu og átta árið 2004. Tveir listhópar sem starfa nú í sumar tóku sig til í gær á afmælisdegi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og sömdu fyrir hann lag og færðu honum gjöf. Þannig vilja þau hvetja hann til þess að halda áfram með starfið og leggja meira fé í það. „Við vörðum deginum þann dag í Dag,“ segir Blær Jóhannsdóttir, hún er í listahópnum Þrjár Basískar sem samdi rapp handa borgarstjóranum við lag hópsins Harmonía Sjarmonía. Skapandi sumarstörf mikilvæg fyrir þjóðfélagið „Við erum að reyna að sýna okkur og vekja athygli á okkur. Hann er náttúrulega borgarstjóri núna og það er mikilvægt að hann sé meðvitaður um okkur og hvað við getum gert,“ útskýrir Blær. Þrjár Basískar og Harmonía Sjarmonía eru tveir listahópar af níu í Skapandi sumarstörfum á vegum Reykjavíkurborgar. Hóparnir telja verkefnið sem er á vegum Hins hússins mikilvægt fyrir þjóðfélagið. „Þetta er mikilvægt til þess að gefa ungum listamönnum stökkpall til að rannsaka sína eigin list og þroskast sem listamenn. Fara út fyrir þægindarammann, gera mistök en líka að fá þessa viðurkenningu að fá borgað fyrir að skapa list.“ Ómetanlegt telja þau að fá að sjá um allt sköpunarferlið frá upphafi til enda, koma með hugmynd, semja atriði, flytja það, auglýsa sig og starfa sjálfstætt. „Sérstaklega á Íslandi þar sem maður þarf að koma sér sjálfur á framfæri.“ Hóparnir hvetja Dag til þess að leggja aukið fjármagn, ekki aðeins í Skapandi sumarstörf, heldur í listir og menningu almennt. „Ekki gleyma okkur,“ biðlar Blær til borgarstjórans kímin en alvarlegur undirtónn er í orðum hennar. „Hópum í Skapandi sumarstörfum hefur farið fækkandi og fjármagn lækkandi, það er ekki verið að leggja mikla áherslu á menninguna.“ Ása Hauksdóttir sér um menningarmál í Hinu húsinu.„Þetta er vagga upprennandi listamanna.“ Ása Hauksdóttir, deildarstjóri hjá Hinu húsinu, segir að vanalega hafi verið um fjörutíu til fimmtíu stöðugildi að ræða en þeim hafi fækkað síðastliðin ár. Auk þeirra 20 sem fengu störf í ár var veitt aukafjárveiting fyrir fimm stöðugildum fyrir sautján ára ungmenni. Fyrst var auglýst eftir umsóknum í Skapandi sumarstörf árið 2000 og segir hún hundruði sækja um stöðu ár hvert. „Þarna hafa okkar helstu listamenn þjóðarinnar fengið að stíga sín fyrstu skref.“ Nefnir hún nöfn á borð við hljómsveitirnar Agent Fresco og Of monsters and men auk leikara sem þekktir eru í dag, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Stefán Hallur Stefánsson. „Þetta er vagga upprennandi listamanna.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem hóparnir gáfu Degi. Í hópnum Þrjár Basískar eru Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Blær Jóhannsdóttir og Steiney Skúladóttir en í Harmoníu Sjarmoníu eru Agnes Björgvinsdóttir, Birgir Steinn Theodórsson, Höskuldur Eiríksson, Reynir Hauksson og Sólveig Morávek. Textinn á laginu er birtur fyrir neðan myndbandið. Þessar krúttlegu krullur kveikja í mér hver maður sér Dagur B að þú lýsir upp borgina og sópar burtu sorgina bragur þinn er hagur minn og okkar allra kvenna og karla 3 basískar bjalla Það er 19. júní það er rigning og rok I’ll be your princess you be my frog? Þessi fallegi Dagur er svo fagur og klár fer úr að ofan og það myndast fjölmiðlafár Konur hafa getað kosið í næstum 100 ár en fögnum því hvað Dagur B er með fallegt hár Þrár mínar kvikna held að ég springi brillerar í borginni ekki á þingi æfði sig, öðlaðist orðkynngi og hætti alveg sjálfur að tala í hringi Draumaprinsinn í læknasloppnum gnæfir yfir tjörninni efst á toppnum Hefðir átt að fara í herra heim Óli Geir hefði ekki átt séns né geim Frægari en páfinn í þremur löndum situr í húsi umkringdur öndum í liði með honum og öðrum samlöndum við helvítis húsnæðisvandanum gröndum Kæri Dagur fækkaðu nú fötum gleymum vandamálunum á Reykjavíkurgötum. Dagurinn í dag er dagurinn þinn Dagur B þú ert borgarstjórinn minn. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Stöðugildum í Skapandi sumarstörf, verkefnis á vegum Hins hússins sem gefur ungu fólki tækifæri á að skapa list yfir sumartímann, hefur fækkað um fjörutíu og átta á tíu árum. Þannig voru nú aðeins tuttugu ungmenni ráðin í ár miðað við sextíu og átta árið 2004. Tveir listhópar sem starfa nú í sumar tóku sig til í gær á afmælisdegi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og sömdu fyrir hann lag og færðu honum gjöf. Þannig vilja þau hvetja hann til þess að halda áfram með starfið og leggja meira fé í það. „Við vörðum deginum þann dag í Dag,“ segir Blær Jóhannsdóttir, hún er í listahópnum Þrjár Basískar sem samdi rapp handa borgarstjóranum við lag hópsins Harmonía Sjarmonía. Skapandi sumarstörf mikilvæg fyrir þjóðfélagið „Við erum að reyna að sýna okkur og vekja athygli á okkur. Hann er náttúrulega borgarstjóri núna og það er mikilvægt að hann sé meðvitaður um okkur og hvað við getum gert,“ útskýrir Blær. Þrjár Basískar og Harmonía Sjarmonía eru tveir listahópar af níu í Skapandi sumarstörfum á vegum Reykjavíkurborgar. Hóparnir telja verkefnið sem er á vegum Hins hússins mikilvægt fyrir þjóðfélagið. „Þetta er mikilvægt til þess að gefa ungum listamönnum stökkpall til að rannsaka sína eigin list og þroskast sem listamenn. Fara út fyrir þægindarammann, gera mistök en líka að fá þessa viðurkenningu að fá borgað fyrir að skapa list.“ Ómetanlegt telja þau að fá að sjá um allt sköpunarferlið frá upphafi til enda, koma með hugmynd, semja atriði, flytja það, auglýsa sig og starfa sjálfstætt. „Sérstaklega á Íslandi þar sem maður þarf að koma sér sjálfur á framfæri.“ Hóparnir hvetja Dag til þess að leggja aukið fjármagn, ekki aðeins í Skapandi sumarstörf, heldur í listir og menningu almennt. „Ekki gleyma okkur,“ biðlar Blær til borgarstjórans kímin en alvarlegur undirtónn er í orðum hennar. „Hópum í Skapandi sumarstörfum hefur farið fækkandi og fjármagn lækkandi, það er ekki verið að leggja mikla áherslu á menninguna.“ Ása Hauksdóttir sér um menningarmál í Hinu húsinu.„Þetta er vagga upprennandi listamanna.“ Ása Hauksdóttir, deildarstjóri hjá Hinu húsinu, segir að vanalega hafi verið um fjörutíu til fimmtíu stöðugildi að ræða en þeim hafi fækkað síðastliðin ár. Auk þeirra 20 sem fengu störf í ár var veitt aukafjárveiting fyrir fimm stöðugildum fyrir sautján ára ungmenni. Fyrst var auglýst eftir umsóknum í Skapandi sumarstörf árið 2000 og segir hún hundruði sækja um stöðu ár hvert. „Þarna hafa okkar helstu listamenn þjóðarinnar fengið að stíga sín fyrstu skref.“ Nefnir hún nöfn á borð við hljómsveitirnar Agent Fresco og Of monsters and men auk leikara sem þekktir eru í dag, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Stefán Hallur Stefánsson. „Þetta er vagga upprennandi listamanna.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem hóparnir gáfu Degi. Í hópnum Þrjár Basískar eru Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Blær Jóhannsdóttir og Steiney Skúladóttir en í Harmoníu Sjarmoníu eru Agnes Björgvinsdóttir, Birgir Steinn Theodórsson, Höskuldur Eiríksson, Reynir Hauksson og Sólveig Morávek. Textinn á laginu er birtur fyrir neðan myndbandið. Þessar krúttlegu krullur kveikja í mér hver maður sér Dagur B að þú lýsir upp borgina og sópar burtu sorgina bragur þinn er hagur minn og okkar allra kvenna og karla 3 basískar bjalla Það er 19. júní það er rigning og rok I’ll be your princess you be my frog? Þessi fallegi Dagur er svo fagur og klár fer úr að ofan og það myndast fjölmiðlafár Konur hafa getað kosið í næstum 100 ár en fögnum því hvað Dagur B er með fallegt hár Þrár mínar kvikna held að ég springi brillerar í borginni ekki á þingi æfði sig, öðlaðist orðkynngi og hætti alveg sjálfur að tala í hringi Draumaprinsinn í læknasloppnum gnæfir yfir tjörninni efst á toppnum Hefðir átt að fara í herra heim Óli Geir hefði ekki átt séns né geim Frægari en páfinn í þremur löndum situr í húsi umkringdur öndum í liði með honum og öðrum samlöndum við helvítis húsnæðisvandanum gröndum Kæri Dagur fækkaðu nú fötum gleymum vandamálunum á Reykjavíkurgötum. Dagurinn í dag er dagurinn þinn Dagur B þú ert borgarstjórinn minn.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira