Einar Tönsberg semur fyrir lundafjölskyldu á Írlandi 20. júní 2014 16:30 Einar Tönsberg MYND/Björn Árnason Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira