Þátttakandi grunar Löður um græsku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. nóvember 2014 19:56 Ómar Ragnarsson átti sigurmyndbandið. mynd/aðsend Þátttakandi í keppni sem bílaþvottastöðin Löður hélt síðasta mánuðinn er allt annað en sáttur með framkvæmd keppninnar. Fyrirtækið auglýsti eftir þrjátíu sekúndna myndböndum sem tengdust stöðinni og hlyti besta myndbandið í verðlaun eina milljón króna. Upphaflega átti að vera hægt að senda inn myndbönd til 7. nóvember en síðar var viku bætt við keppnina. Að lokum var það Ómar Ragnarsson sem bar sigur út bítum. Nokkrir þátttakendur hafa sett út á framkvæmd keppninnar á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Hulda Björg Jónsdóttir en í færslu á Facebook gerir meðal annars athugasemd við að fresturinn hafi verið framlengdur og ýjar að því að Löður hafi fengið Ómar til að taka þátt. Færsluna má sjá í heild sinni neðar í fréttinni. „Mér þykir þetta svolítið skrítið. Myndbönd frá mér enduðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en samt sem áður var ég ekki boðuð í myndatöku fyrir efstu fimm þátttakendurna sem fram fór síðasta fimmtudag og en hins vegar var þar fólk sem var ekki einu sinni í efstu fimm sætunum,“ segir Hulda Björg í samtali við Vísi. Meðal þeirra sem boðaðir voru í téða myndatöku var Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson. Er Vísir heyrði í honum sagðist hann hafa átt spjall við aðstandendur Löðurs og tekið þeirra svör góð og gild. Viðstaddur myndatökuna hafi til að mynda verið Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og fyrrum menningarsendiherra.Jakob Frímann Magnússonmynd/aðsend„Ómar bar höfuð og herðar yfir aðra“ „Ég kannast við eiganda Löðurs og hann fékk mig til að koma keppninni á framfæri,“ segir Jakob Frímann. „Þegar upprunalegi skilafresturinn rann út höfðu aðeins sex myndbönd borist og því var brugðið á það ráð bæta við einni viku. Það var auglýst á mörgum miðlum þó láðst hafi að breyta því á síðu keppninnar.“ „Í kjölfarið bárust tæplega þrjátíu myndbönd í keppnina og þeirra á meðal myndbandið hans Ómars. Það bar einfaldlega höfuð og herðar yfir önnur myndbönd. Það sést best á því að á Youtube þá er hans myndband með yfir 12.000 áhorf eða nærri því tífalt fleiri en næsta myndband.“ „Þetta er hið leiðinlegasta mál allt saman,“ segir Páll Mar Magnússon, framkvæmdastjóri Löðurs. „Við ákváðum að halda þessa keppni og gefa milljón en bárust í upphafi fá myndbönd og lengdum því frestinn sem er alls ekki óalgengt.“ Hann bendir á að það sé ekkert óeðlilegt við þátttöku Ómars. Tveir fjölskyldumeðlimir hans hafi til að mynda sett saman myndband og sent inn og þá hafi hann sjálfur átt eitt myndband. „Hefðum við viljað hafa einhvern óþef af keppninni þá hefði ég togað í spotta og látið sjálfan mig vinna. Það var óháð dómnefnd saman sett af bílaáhugamanni, kvikmyndagerðamanni og einum úr auglýsingabransanum. Sum myndbandanna voru of löng og því sjálfkrafa ógild en dómnefndin mat það svo að Ómar hefði verið með besta myndbandið.“ Aðspurður um hví það hafi verið tekið við myndböndum einungis klukkutíma fyrir skilafrestinn bendir hann á að þvottastöðvar Löðurs séu opnar allan sólarhringinn. Það sé ávallt einhver við vaktsímann sem sé tilbúinn að aðstoða viðskiptavini. Post by Hulda Björg Jónsdóttir. Tengdar fréttir Ómar vinnur milljón Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður tók í dag við verðlaunum sem sigurvegari í keppni Löðurs um besta þrjátíu sekúndna myndskeiðið. 21. nóvember 2014 19:59 Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Mætir á opnum smábíl og lætur háþrýstigusurnar dynja á sér og er bónaður í lokin. 17. nóvember 2014 17:25 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Þátttakandi í keppni sem bílaþvottastöðin Löður hélt síðasta mánuðinn er allt annað en sáttur með framkvæmd keppninnar. Fyrirtækið auglýsti eftir þrjátíu sekúndna myndböndum sem tengdust stöðinni og hlyti besta myndbandið í verðlaun eina milljón króna. Upphaflega átti að vera hægt að senda inn myndbönd til 7. nóvember en síðar var viku bætt við keppnina. Að lokum var það Ómar Ragnarsson sem bar sigur út bítum. Nokkrir þátttakendur hafa sett út á framkvæmd keppninnar á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er Hulda Björg Jónsdóttir en í færslu á Facebook gerir meðal annars athugasemd við að fresturinn hafi verið framlengdur og ýjar að því að Löður hafi fengið Ómar til að taka þátt. Færsluna má sjá í heild sinni neðar í fréttinni. „Mér þykir þetta svolítið skrítið. Myndbönd frá mér enduðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en samt sem áður var ég ekki boðuð í myndatöku fyrir efstu fimm þátttakendurna sem fram fór síðasta fimmtudag og en hins vegar var þar fólk sem var ekki einu sinni í efstu fimm sætunum,“ segir Hulda Björg í samtali við Vísi. Meðal þeirra sem boðaðir voru í téða myndatöku var Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson. Er Vísir heyrði í honum sagðist hann hafa átt spjall við aðstandendur Löðurs og tekið þeirra svör góð og gild. Viðstaddur myndatökuna hafi til að mynda verið Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og fyrrum menningarsendiherra.Jakob Frímann Magnússonmynd/aðsend„Ómar bar höfuð og herðar yfir aðra“ „Ég kannast við eiganda Löðurs og hann fékk mig til að koma keppninni á framfæri,“ segir Jakob Frímann. „Þegar upprunalegi skilafresturinn rann út höfðu aðeins sex myndbönd borist og því var brugðið á það ráð bæta við einni viku. Það var auglýst á mörgum miðlum þó láðst hafi að breyta því á síðu keppninnar.“ „Í kjölfarið bárust tæplega þrjátíu myndbönd í keppnina og þeirra á meðal myndbandið hans Ómars. Það bar einfaldlega höfuð og herðar yfir önnur myndbönd. Það sést best á því að á Youtube þá er hans myndband með yfir 12.000 áhorf eða nærri því tífalt fleiri en næsta myndband.“ „Þetta er hið leiðinlegasta mál allt saman,“ segir Páll Mar Magnússon, framkvæmdastjóri Löðurs. „Við ákváðum að halda þessa keppni og gefa milljón en bárust í upphafi fá myndbönd og lengdum því frestinn sem er alls ekki óalgengt.“ Hann bendir á að það sé ekkert óeðlilegt við þátttöku Ómars. Tveir fjölskyldumeðlimir hans hafi til að mynda sett saman myndband og sent inn og þá hafi hann sjálfur átt eitt myndband. „Hefðum við viljað hafa einhvern óþef af keppninni þá hefði ég togað í spotta og látið sjálfan mig vinna. Það var óháð dómnefnd saman sett af bílaáhugamanni, kvikmyndagerðamanni og einum úr auglýsingabransanum. Sum myndbandanna voru of löng og því sjálfkrafa ógild en dómnefndin mat það svo að Ómar hefði verið með besta myndbandið.“ Aðspurður um hví það hafi verið tekið við myndböndum einungis klukkutíma fyrir skilafrestinn bendir hann á að þvottastöðvar Löðurs séu opnar allan sólarhringinn. Það sé ávallt einhver við vaktsímann sem sé tilbúinn að aðstoða viðskiptavini. Post by Hulda Björg Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Ómar vinnur milljón Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður tók í dag við verðlaunum sem sigurvegari í keppni Löðurs um besta þrjátíu sekúndna myndskeiðið. 21. nóvember 2014 19:59 Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Mætir á opnum smábíl og lætur háþrýstigusurnar dynja á sér og er bónaður í lokin. 17. nóvember 2014 17:25 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Ómar vinnur milljón Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður tók í dag við verðlaunum sem sigurvegari í keppni Löðurs um besta þrjátíu sekúndna myndskeiðið. 21. nóvember 2014 19:59
Ómar Ragnarsson fer í gegnum þvottastöð Mætir á opnum smábíl og lætur háþrýstigusurnar dynja á sér og er bónaður í lokin. 17. nóvember 2014 17:25