„Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 10:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent