„Temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2014 10:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“ Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær. Boðaði hann meðal annars aukin framlög til heilbrigðis-og menntamála á næstunni og fór yfir hina umtöluðu skuldaleiðréttingu. Þá ræddi hann einnig um tíðarandann og umræðuna um þjóðfélagsmál. Forsætisráðherra sagði umræðuna oft hafa verið óbilgjarna en sagði hana „líklega sjaldan eða aldrei náð því marki sem við sjáum nú.“ Sagði Sigmundur neikvæðni og heift hafa fengið meiri athygli „en eðlilegt, hvað þá æskilegt getur talist.“ Sigmundur sagði að umræðan yrði að mestu leyti til hjá fámennum hópi fólks og væri því alls ekki „lýsandi fyrir samfélagið“. „Tíðarandinn er þó slíkur að þessi brenglaða sýn nær athyglinni og gefur tóninn fyrir umræðuna. Það getur haft raunveruleg og neikvæð áhrif fyrir samfélagið.“ Þessi orð forsætisráðherra eru líkt og endurómur af orðum sem hann lét falla í viðtali við mbl.is á föstudagskvöld þar sem hann ræddi afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Sigmundur sagði nauðsynlegt að læra af lekamálinu og það þyrfti þjóðin að gera en mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla forsætisráðherra. Voru margir yfir sig hneykslaðir og töldu viðtalið í hæsta máta ósmekklegt og óviðeigandi.Þjóðin verður að hafa trú á sjálfri sér Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum setti Sigmundur einkenni umræðunnar í samhengi við mikilvægi þess að þjóðin hefði trú á sjálfri sér, því annars næði hún ekki árangri. Minntist forsætisráðherra meðal annars á sérstakt blað sem dagblaðið Tíminn gaf út árið 1938 af því tilefni að fullveldið Ísland var 20 ára. „Þá hafði heimskreppa ríkt í átta ár og horfur í alþjóðamálum voru ógnvænlegar. En blaðið var gefið út til að minna á þann gríðarlega árangur sem hafði náðst, þær stórtæku framfarir sem höfðu orðið á Íslandi frá því að landið varð sjálfstætt. Þar er rakin hreint ótrúleg framfarasaga á erfiðum og viðsjárverðum tímum, saga framfara sem varð að raunveruleika vegna þess að þjóðin trúði á hugmyndina um sjálfstætt Ísland og óþrjótandi tækifæri þess. Þeirri trú megum við aldrei glata, og það væri hrein fásinna að gera það nú, þegar við erum aftur að ná okkur á strik og höfum sýnt fram á árangur sem sker sig úr í Evrópu allri.“ Í þessu samhengi sagði forsætisráðherra það geta haft neikvæð áhrif á samfélagið hversu illskeytt umræðan væri. Margir hefðu til dæmis nefnt „leiðinlegt og þrúgandi andrúmsloft“ sem ástæðu fyrir því að þeir fluttust til Noregs í rannsókn sem gerð var á högum Íslendinga sem flutt höfðu þangað. „Það er því spurning um þjóðarhag að við lærum að meta það sem er gott á Íslandi, viðhöldum trúnni á landið og framtíðina og temjum okkur að ræða samfélagsmálin af yfirvegun og með rökum.“
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði