Innlent

Hæsti styrkurinn 700 þúsund

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Skálmaldar.
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Skálmaldar. Mynd/Lalli Sig
Úthlutað hefur verið 36 styrkjum úr Tónlistarsjóði til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki. Í ár var úthlutað 9,7 milljónum króna.

Hæsta styrkinn hlaut Þjóðlagahátíð á Siglufirði 2014, 700 þúsund krónur. Næsthæsta styrkinn hlaut Kammerhópurinn Nordic Affect, 600 þúsund krónur.

Skálmöld sf. – tónleikaferðalag um Evrópu 2014 fékk hálfa milljón og LungA – listahátíð unga fólksins jafnháa upphæð. Alls bárust 135 umsóknir um styrki í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×