Enski boltinn

Væri óhugsandi að missa Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard fagnar marki sínu gegn Leicester á þriðjudagskvöld.
Gerrard fagnar marki sínu gegn Leicester á þriðjudagskvöld. Vísir/Getty
Jordan Henderson, leikmaður Liverpool, vill alls ekki missa fyrirliðann Steven Gerrard frá félaginu en hann verður samningslaus í sumar.

Gerrard verður 35 ára þegar samningurinn rennur út en hann hefur leikið með félaginu allan sinn feril. Gerrard er með nýtt samningstilboð í höndunum en ætlar að gefa sér tíma til að svara því.

„Það vill enginn missa hann enda óhugsandi að ímynda sér Liverpool án Steven Gerrard,“ sagði Henderson. „Ég vona að hann verði áfram eins lengi og hann getur og jafnvel enn lengur.“

„Mér hefur hann fundist besti leikmaður undanfarinna ára, ekki bara í Liverpool heldur í úrvalsdeildinni. Ég er enn þeirra skoðunnar.“

„Það bera allir mikla virðingu fyrir honum í búningsklefanum. Hann er frábær leikmaður en líka frábær einstaklingur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×