Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 13:28 Einar K. Guðfinsson er sáttur að vera þingforseti áfram. Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist hafa íhugað tilboð formanns Sjálfstæðisflokksins um að verða ráðherra vel og tilboðið hafi verið freistandi. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann vildi halda áfram að gegna embætti forseta Alþingis, enda væri það ein mesta virðingarstaða sem þingmanni gæti boðist. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis er með mesta þingreynslu allra þingmanna flokksins og var strax orðaður við ráðherraembætti þegar fyrir lá að Hanna Birna hyrfi á braut eins og Bjarni Benediktsson hefur staðfest. En hann bauð Einari embætti sama dag og fyrir lá að Hanna Birna segði af sér og ræddi málin aftur við hann í gærdag. „Það varð svona niðurstaða mín eftir að hafa íhugað þetta mjög vel. Þetta var auðvitað mjög freistandi fyrir mig; að takast á við þetta nýja verkefni. En það var niðurstaða mín að ég vildi frekar gegna þessu starfi sem ég hef verið að gegna núna í rúmt eitt ár. Ég tel að þetta sé mesta virðingastaða sem einum þingmanni getur hlotnast, að vera æðsti yfirmaður sjálfrar löggjafasamkomunnar. Hann hafi fundið sig vel í því starfi og því fylgi mikil áhrif. Það hafi því verið hans ákvörðun eftir samráð við fjölskylduna sem hvatt hafi hann til að taka þá ákvörðun sem hann tók, að afþakka ráðherraembættið. En Einar hefur áður gengt ráðherraembætti, en hann var sjávarútvegsráðherra frá 2005 til 2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2008 til 2009. Hann var spurður hvort að hann vildi ekki takast á við þau læti sem fylgja því oft að vera ráðherra og hvort það væri meira „kósý“ að vera þingforseti. „Nei, aldeilis ekki. Það er ekki alltaf „kósý“ að vera þingforseti og oft langir dagarnir. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við að vera í stjórnmálum. Maður veit aldrei sosum hvernig hver dagur muni verða. Ég var ekki búinn að fá nóg, sem sýnir sig í því að ég vildi verða ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Þá varð niðurstaðan önnur og ég er mjög þakklátur með það og mjög ánægður að það hafi orðið niðurstaðan, þegar ég horfi til baka.“ Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist hafa íhugað tilboð formanns Sjálfstæðisflokksins um að verða ráðherra vel og tilboðið hafi verið freistandi. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann vildi halda áfram að gegna embætti forseta Alþingis, enda væri það ein mesta virðingarstaða sem þingmanni gæti boðist. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis er með mesta þingreynslu allra þingmanna flokksins og var strax orðaður við ráðherraembætti þegar fyrir lá að Hanna Birna hyrfi á braut eins og Bjarni Benediktsson hefur staðfest. En hann bauð Einari embætti sama dag og fyrir lá að Hanna Birna segði af sér og ræddi málin aftur við hann í gærdag. „Það varð svona niðurstaða mín eftir að hafa íhugað þetta mjög vel. Þetta var auðvitað mjög freistandi fyrir mig; að takast á við þetta nýja verkefni. En það var niðurstaða mín að ég vildi frekar gegna þessu starfi sem ég hef verið að gegna núna í rúmt eitt ár. Ég tel að þetta sé mesta virðingastaða sem einum þingmanni getur hlotnast, að vera æðsti yfirmaður sjálfrar löggjafasamkomunnar. Hann hafi fundið sig vel í því starfi og því fylgi mikil áhrif. Það hafi því verið hans ákvörðun eftir samráð við fjölskylduna sem hvatt hafi hann til að taka þá ákvörðun sem hann tók, að afþakka ráðherraembættið. En Einar hefur áður gengt ráðherraembætti, en hann var sjávarútvegsráðherra frá 2005 til 2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2008 til 2009. Hann var spurður hvort að hann vildi ekki takast á við þau læti sem fylgja því oft að vera ráðherra og hvort það væri meira „kósý“ að vera þingforseti. „Nei, aldeilis ekki. Það er ekki alltaf „kósý“ að vera þingforseti og oft langir dagarnir. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við að vera í stjórnmálum. Maður veit aldrei sosum hvernig hver dagur muni verða. Ég var ekki búinn að fá nóg, sem sýnir sig í því að ég vildi verða ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Þá varð niðurstaðan önnur og ég er mjög þakklátur með það og mjög ánægður að það hafi orðið niðurstaðan, þegar ég horfi til baka.“
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira