„Nauðsynlegt að efla til muna sköpun nýrra verðmæta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 15:35 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla íslands. vísir/vilhelm Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu sem var einnig send öllum Alþingismönnum sem innlegg í umræðu um frumvarp til fjárlaga. Í yfirlýsingunni stendur að Ísland sé á krossgötum í dag. „Þjóðin er verulega skuldsett og erfitt er fyrir stjórnvöld og heimili að ná endum saman án þess að ganga enn frekar á þau lífskjör sem við viljum hafa á Íslandi. Til að standa við okkar skuldbindingar og tryggja lífskjör til framtíðar, þá er nauðsynlegt að efla til muna sköpun nýrra verðmæta.“ Aukin nýting náttúruauðlinda muni ekki standa undir þessari verðmætaaukningu án þess að sjálfbærni sé fórnað. „Nauðsynlegt er því að auka til muna verðmætasköpun sem byggir á hugviti og sköpun. Í skýrslu frá McKinsey má finna sýnidæmi um hvað þurfi til að standa undir langtímahagvexti á Íslandi. Til að standa undir 4% árlegum hagvexti þarf að skapa ný verðmæti fyrir um 50 milljarða króna á hverju ári.“Það sé vel þekkt um allan heim að háskólastarf sé meginundirstaða sköpunar verðmæta á grunni hugvits. „Á Íslandi er hins vegar ekki brugðist við þörf á hugviti og sköpun með fjárfestingu í undirstöðu, heldur er þvert á móti dregið verulega úr fjármögnun háskólanna, en fjármögnun á hvern háskólanema er árið 2011 aðeins 84% af því sem hún var árið 2005, samkvæmt skýrslu OECD, eins og sjá má á mynd hér að neðan.“Í yfirlýsingunni segir að það komi ennfremur skýrt fram í skýrslu OECD að háskólar á Íslandi standi höllum fæti fyrir niðurskurð. „Hér sést að Ísland er í sérflokki þegar kemur að fjármögnun háskólanáms og niðurskurði, en löndin í neðra horninu til vinstri eru þau sem eru með framlög undir meðaltali og hafa skorið niður framlög.“Þetta sé misræmi milli þarfa íslensks samfélags og fjármögnunar háskóla verði að leiðrétta strax. „Forgangsröðun fjármuna til háskólamenntunar er því nauðsynleg. Það er eina leiðin til þess að skapa nægileg ný verðmæti til að standa undir skuldbindingum Íslendinga og þeim lífskjörum sem við eigum að venjast og viljum standa vörð um.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu sem var einnig send öllum Alþingismönnum sem innlegg í umræðu um frumvarp til fjárlaga. Í yfirlýsingunni stendur að Ísland sé á krossgötum í dag. „Þjóðin er verulega skuldsett og erfitt er fyrir stjórnvöld og heimili að ná endum saman án þess að ganga enn frekar á þau lífskjör sem við viljum hafa á Íslandi. Til að standa við okkar skuldbindingar og tryggja lífskjör til framtíðar, þá er nauðsynlegt að efla til muna sköpun nýrra verðmæta.“ Aukin nýting náttúruauðlinda muni ekki standa undir þessari verðmætaaukningu án þess að sjálfbærni sé fórnað. „Nauðsynlegt er því að auka til muna verðmætasköpun sem byggir á hugviti og sköpun. Í skýrslu frá McKinsey má finna sýnidæmi um hvað þurfi til að standa undir langtímahagvexti á Íslandi. Til að standa undir 4% árlegum hagvexti þarf að skapa ný verðmæti fyrir um 50 milljarða króna á hverju ári.“Það sé vel þekkt um allan heim að háskólastarf sé meginundirstaða sköpunar verðmæta á grunni hugvits. „Á Íslandi er hins vegar ekki brugðist við þörf á hugviti og sköpun með fjárfestingu í undirstöðu, heldur er þvert á móti dregið verulega úr fjármögnun háskólanna, en fjármögnun á hvern háskólanema er árið 2011 aðeins 84% af því sem hún var árið 2005, samkvæmt skýrslu OECD, eins og sjá má á mynd hér að neðan.“Í yfirlýsingunni segir að það komi ennfremur skýrt fram í skýrslu OECD að háskólar á Íslandi standi höllum fæti fyrir niðurskurð. „Hér sést að Ísland er í sérflokki þegar kemur að fjármögnun háskólanáms og niðurskurði, en löndin í neðra horninu til vinstri eru þau sem eru með framlög undir meðaltali og hafa skorið niður framlög.“Þetta sé misræmi milli þarfa íslensks samfélags og fjármögnunar háskóla verði að leiðrétta strax. „Forgangsröðun fjármuna til háskólamenntunar er því nauðsynleg. Það er eina leiðin til þess að skapa nægileg ný verðmæti til að standa undir skuldbindingum Íslendinga og þeim lífskjörum sem við eigum að venjast og viljum standa vörð um.“ Undir yfirlýsinguna skrifa: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira