Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2014 13:27 Sjálfstæðismenn eru að verða órólegir vegna tillögu Gunnars Braga. Þeirra á meðal eru Elliði Vignisson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira