Furða sig á fundarboði ríkisstjórnarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 16:22 Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, furðaði sig á því að þegar tilkynnt var um fundinn voru hvorki Bjarni Benediktsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þingsal. vísir/gva Þingmenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að formenn flokkanna á þingi hafi verið boðaðir á fund síðar í dag til þess að ræða Evrópusambandsmálin. Margir kvörtuðu undan skömmum fyrirvara á fundarboðinu, en þingmenn heyrðu af fundinum þegar Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, tilkynnti um hann við upphaf þingfundar í dag. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á því að ekki hafi verið boðað til fundar í þeirri viku sem leið, þegar engir þingfundir fóru fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna tók í sama streng og lýsti fyrir furðu sinni á því að svona hlutir væru ekki ræddir fyrr en á síðustu stundu. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var einnig ósáttur með stuttan fyrirvara. „Hvenær er hann? Ég þarf að sækja barn á leikskóla,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, furðaði sig á því að þegar tilkynnt var um fundinn voru hvorki Bjarni Benediktsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þingsal. „Ég vona að það komi eitthvað viturlegra úr þessum fundi en undanfarnar vikur,“ sagði Birgitta sem lagði til að gert yrði þinghlé á meðan formenn ræddu saman. Róbert Marshall, þingflokssformaður Bjartrar Framtíðar, sagði Sigmund Davíð hafa verið upptekinn við að vera lukkudýr hókkíliðsins í Edmonton, en Vísir greindi frá ánægju hokkíaðdáenda með veru foræstisráðherra á leik Edmonton Oilers, sem vannst. ESB-málið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar furða sig á því að formenn flokkanna á þingi hafi verið boðaðir á fund síðar í dag til þess að ræða Evrópusambandsmálin. Margir kvörtuðu undan skömmum fyrirvara á fundarboðinu, en þingmenn heyrðu af fundinum þegar Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, tilkynnti um hann við upphaf þingfundar í dag. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, furðaði sig á því að ekki hafi verið boðað til fundar í þeirri viku sem leið, þegar engir þingfundir fóru fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna tók í sama streng og lýsti fyrir furðu sinni á því að svona hlutir væru ekki ræddir fyrr en á síðustu stundu. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var einnig ósáttur með stuttan fyrirvara. „Hvenær er hann? Ég þarf að sækja barn á leikskóla,“ sagði Guðmundur í ræðustól Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, furðaði sig á því að þegar tilkynnt var um fundinn voru hvorki Bjarni Benediktsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í þingsal. „Ég vona að það komi eitthvað viturlegra úr þessum fundi en undanfarnar vikur,“ sagði Birgitta sem lagði til að gert yrði þinghlé á meðan formenn ræddu saman. Róbert Marshall, þingflokssformaður Bjartrar Framtíðar, sagði Sigmund Davíð hafa verið upptekinn við að vera lukkudýr hókkíliðsins í Edmonton, en Vísir greindi frá ánægju hokkíaðdáenda með veru foræstisráðherra á leik Edmonton Oilers, sem vannst.
ESB-málið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira